Að rata í frumkvöðlaumhverfinu

Kolfinna Kristínardóttir ráðgjafi á sviði nýsköpunar hjá SSNV var gestur hjá RATA í frumkvöðlaspjalli á netinu í gær, mánudaginn 20. september. 

Kolfinna ræddi um fyrstu regnhlífasamtök Nýsköpunar á landsbyggðinni, Norðanátt, sem SSNV er hluti af ásamt Eimi, SSNE, Nýsköpun í Norðri og RATA. Einnig var vakin athygli á skrifstofusetri SSNV, Útibúið, þar sem frumkvöðlar og einstaklingarsem starfar án staðsetningar getur fengið vinnuaðstöðu í lifandi og skemmtilegu umhverfi. 

RATA er ráðgjafafyrirtæki sem eflir einstaklinga og teymi í átt að eigin árangri. Að rata í frumkvöðlaumhverfinu er mánaðarlegur viðburður og leiðarvísir um þann stuðning sem í boði er fyrir frumkvöðla. Stuðningsumhverfi nýsköpunar og frumkvöðla hér á landi getur við fyrstu sýn verið eins og hálfgerður frumskógur. Hvaða þjónusta er í boði, hvaða verkefni henta mér og hvernig get ég fjármagnað fyrirtækið mitt? Hver getur hitt mig og gefið mér ráð á fyrstu skrefunum? Hvernig stækka ég tengslanetið mitt?

Hér að neðan er að finna upptöku af viðburðinum.