Staða skólastjóra Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu laus til umsóknar

Staða skólastjóra Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu laus til umsóknar.
Skólastjóri þarf að hafa menntun á sviði tónlistar og helst hafa reynslu og/eða menntun í stjórnun. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg sem og leiðtogahæfni. Viðkomandi þarf að vera fær í mannlegum samskiptum, ástunda sjálfstæð vinnubrögð. Skólinn hefur þrjár starfsstöðvar, á Skagaströnd, Blönduósi og Húnavöllum og eru nemendur skólans tæplega 90. Kennt er á öll helstu hljóðfæri og er mikið samstarf milli grunnskóla og tónlistarskóla. Stór hluti nemenda kemur á skólatíma í kennslustundir.

Umsóknarfrestur er til 1. júní n.k. Skila skal umsóknum á skrifstofu Húnavatnshrepps, Húnavöllum, 541 Blönduós, eða með að senda umsókn í tölvupósti á netfangið einar@hunavatnshreppur.is. Stefnt skal að því að viðkomandi hefji störf frá og með 1. ágúst 2019 eða eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar: Einar Kristján Jónsson sveitarstjóri í síma 452 4661 og 842 5800.