Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs

Í gær, 16.febrúar 2017, fór fram úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga. Alls bárust 107 umsóknir þar sem óskað var eftir rúmum 135 milljónum króna í styrki. Úthlutunarnefnd samþykkti að veita styrkvilyrði til 64 aðila, alls að upphæð 56.580.000 kr. Þá var einnig úthlutað úr nýjum sjóði, Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra, til þriggja verkefna, samtals að upphæð 9.400.000 kr.
17.02.2017 Lesa meira

NORA:Næsti umsóknarfrestur er 13. mars-aðeins ein úthlutun í ár

Norræna Atlantshafssamstarfið, NORA, styrkir samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu og veitir verkefnastyrki tvisvar á ári. Nú óskar NORA eftir styrkumsóknum með umsóknarfrest mánudaginn 13. mars 2017. NORA veitir styrki að hámarki 500.000 danskar krónur á ári og mest til þriggja ára. Skilyrði er að þátttaka sé frá a.m.k. tveimur NORA-löndum, en aðildarlönd eru Ísland, Grænland, Færeyjar og strandhéruð Noregs.
17.02.2017 Lesa meira

Landstólpinn – árleg viðurkenning Byggðastofnunar

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn verður í Miðgarði í Varmahlíð þriðjudaginn 25. apríl n.k. verður í sjöunda sinn veitt viðurkenning undir heitinu „Landstólpinn – samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar“. Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hópi/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags. 
09.02.2017 Lesa meira
 • Húnavatnshreppur

  Húnavatnshreppur

 • Húnaþing vestra

  Húnaþing vestra

 • Blönduós

  Blönduós

 • Skagaströnd

  Skagaströnd

 • Skagafjörður

  Skagafjörður

 • Akrahreppur

  Akrahreppur

 • Skagabyggð

  Skagabyggð