Fjölgar kórónuveirufaraldurinn störfum á landsbyggðinni?

Á undanförnum vikum hefur færst í vöxt að stofnanir auglýsi störf sem ekki eru bundin við starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd auglýsti tvö störf á Húsavík, Ferðamálastofa auglýsti sömuleiðis tvö störf án staðsetningar nýverið og Samband íslenskra sveitarfélaga er þegar þetta er skrifað með þrjú störf í umsóknaferli sem öll eru án staðsetningar.
Lesa meira

Lumar þú á mjúkri og hlýrri hugmynd?

Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda Ullarþon daganna 25. - 29. mars nk. Ullarþon er nýsköpunarkeppni haldin á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti íslensku ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins.
Lesa meira

Hlaðvarp SSNV endurvakið

Við endurvekjum nú hlaðvarpið og stefnum á að birta þætti hálfsmánaðarlega með viðtölum við áhugaverða einstaklinga á Norðurlandi vestra sem eru að sýsla við áhugaverða hluti.
Lesa meira

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir atorkumiklum starfs­manni á höfn og í áhaldahús sveitarfélagsins

Í boði er 80 - 100% starf starfsmanns sem sinnir daglegum verkefnum á Skagastrandarhöfn og í áhaldahúsi sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur er til 9. mars og æskilegt að starfsmaður geti hafið störf í maí n.k.
Lesa meira

Áframhaldandi samstarf um stuðning við smáframleiðendur

SSNV og Vörusmiðja BioPol á Skagaströnd hafa gengið frá samstarfssamningi um áhersluverkefnið Matvælasvæðið Norðurland vestra. Verkefnið lýtur að áframhaldandi stuðningi við smáframleiðendur á starfssvæði samtakanna og er unnið í nánu samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra.
Lesa meira

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu forvarnafulltrúa - starf án staðsetningar!

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu forvarnafulltrúa sem mun vinna að því að styðja við framkvæmd aðgerðaáætlunar 2021-2025 um skipulagðar forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars. Sérstaklega er vakin athygli á því að þeir sem ráðnir verða geta haft starfsstöð utan höfuðborgarsvæðisins á einhverjum af þeim starfstöðvum sem Byggðastofnun hefur kynnt fyrir störf án staðsetningar, og má finna á vefsíðu stofnunarinnar eða sambærilegri aðstöðu.
Lesa meira

Textaskrif og efnisvinnsla fyrir visiticeland.com - Störf án staðsetningar á landsbyggðinni !

Ferðamálastofa leitar að einstaklingum til efnisvinnslu og texta- skrifa fyrir vefinn visiticeland.com og miðla tengdum honum. Umsóknarfrestur er 5. mars nk.
Lesa meira

Spennandi störf í þágu stafrænnar umbreytingar sveitarfélaga með sveigjanlegri staðsetningu

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að tveimur framsýnum og metnaðarfullum verkefnastjórum til að starfa í nýju stafrænu teymi sveitarfélaganna á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Störfin eru skilgreind sem störf án staðsetningar. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar nk.
Lesa meira

Styrkir til atvinnumála kvenna

Boðað var til kynningarfundar um styrki til atvinnumála kvenna sem nú eru lausir til umsóknar fimmtudaginn 11. febrúar.
Lesa meira

Staða skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra er laus til umsóknar

Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2021
Lesa meira