Lögreglumenn - Norðurland vestra

Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðurnar frá og með 1. september 2019 með skipun í huga að reynslutíma loknum. 

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landsambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.  Um er að ræða vaktavinnu með bakvöktum.

Um verksvið og ábyrgð lögreglumanns er vísað til 11. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglu.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar.
Færni í mannlegum samskiptum, þjónustulipurð, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar.
Góð staðarþekking og aukin menntun sem nýtist í starfi er kostur.
Umsóknir gilda í 6 mánuði. 

Vakin er athygli á því að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem rýrt getur það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta.  Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá eða málaskrá lögreglu, sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn, í síma 444-0700, eða póstfangið svs01@logreglan.is.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir.
Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra;
Gunnar Örn Jónsson