Kennari í rafvirkjun við FNV - Sauðárkrókur

Við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er laus til umsóknar stundakennsla í rafvirkjun á haustönn 2019.

Um er að ræða kennslu í helgarnámi í rafvirkjun.  Kennsla fer fram sex helgar á haustönn 2019. Áfangar sem um ræðir eru RAFL1GA03 og VGRT1GA03 alls 52 kennslustundir. 

Um laun fer eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Kennarasambands Íslands skv. nánari útfærslu í stofnanasamningi. Ekki þarf að sækja um starfið á sérstökum eyðublöðum, en í umsókn þarf að greina frá menntun og fyrri störfum. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins. 

Umsóknarfrestur er til 15. júlí 2019.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Garðar Páll Jónsson, deildarstjóri í rafvirkjun, í síma 894-6206.