Gæðastjóri - Sauðárkrókur

Gæðastjóri Dögunar ber ábyrgð á rekstri og þróun gæða- og öryggiskerfa félagsins. Gæðastjóri sér einnig um ýmis önnur verkefni er snúa að daglegri framleiðslu og vöruþróun.

Starfssvið:
• Ábyrgð á gæða- og öryggismálum félagsins.
• Gæðaeftirlit og framkvæmd gæðastefnu félagsins.
• Samskipti við erlenda viðskiptavini.
• Umsjón með úttektum viðskiptavina.
• Upplýsingagjöf og fræðsla um gæðamál.
• Ýmis önnur verkefni tengd framleiðslu og vörþróun.

Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla og þekking á matvælavinnslu æskileg.
• Þekking á gæðamálum.
• Mjög góð tölvukunnátta.
• Mjög góð enskukunnátta.
• Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Þjónustulund og fagleg framkoma.
• Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.

Vinsamlegast sendið umsókn á oskar@dogun.is.

Upplýsingar gefur Óskar í síma 892-1586 eða Hilmar í síma 898-8370.

Dögun sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á rækju og starfrækir mjög fullkomna rækjuvinnslu á Sauðárkróki. Félagið hefur nýlokið við miklar endurbætur á framleiðslubúnaði með frekari tæknivæðingu, sjálfvirkni og möguleikum á aukinni vinnslu. Dögun gerir út rækjutogarann Dag SK 17.