Verkefnastjóri - Sauðárkrókur

Nýsköpunarmiðstöð Íslands leitar að sjálfstæðum og skipulögðum starfmanni við nýsköpun og frumkvöðlastarf með áherslu á markaðs- og samfélagsmiðlun. Starfstöð starfsmannsins verður á Sauðárkróki, Norðurlandi vestra.  Helstu verkefni eru hvatning og leiðsögn við nýsköpun í fyrirtækjum, hjá stofnunum og meðal frumkvöðla.  

Hæfniskröfur 
• Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði, viðskipta, markaðsfræði, stjórnunar eða sambærileg menntun 
• Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð 
• Frumkvæði, dugnaður og sköpunargleði 
• Þekking á  markaðsmálum og miðlun upplýsinga
• Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
• Færni og geta til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Steingrímsson, sigurdurs@nmi.is / Karl Friðriksson, karlf@nmi.is. Allar umsóknir þurfa að berast á netfangið starf@nmi.is. Hvatt er til umsókna frá konum jafnt sem körlum. Umsóknarfrestur til og með 5. desember 2019. 

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hvetur til nýsköpunar og eflir framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Nýsköpunarmiðstöð Íslands heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Launakjör eru í samræmi við gildandi kjarasamninga og stofnanasamninga hins opinbera og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%.