Tvö störf sérfræðinga á þróunarsviði Byggðastofnunar - Sauðárkrókur

Umsækjendur þurfa að hafa brennandi áhuga á byggðamálum og vera tilbúnir til að vinna að þeim fjölbreyttu þáttum byggðamála sem sinnt er á þróunarsviðinu í samstarfi við annað starfsfólk stofnunarinnar og samstarfsaðila. 

Verkefni þróunarsviðsins eru m.a. gerð byggðaáætlunar, efling atvinnulífs og búsetuþátta, rannsóknir, upplýsingamiðlun og umsagnir. Þróunarsviðið vinnur einnig að gagnasöfnun, fylgist með atvinnu- og byggðaþróun, helstu áhrifaþáttum byggðaþróunar og árangri opinberra stuðningsaðgerða á sviði atvinnumála og búsetuþátta.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Staðsetning starfanna er á Sauðárkróki.
Starfshlutfall beggja starfa er 100%.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. 

Meðal verkefna

 • Undirbúningur og gerð byggðaáætlunar
 • Endurmat á núgildandi byggðaáætlun og árangursmælikvörðum 
 • Gagnaöflun og gagnagreining um þróun byggða með tilliti til byggðaáætlunar og sóknaráætlana
 • Umsjón með flutningsjöfnunarstyrkjum 
 • Þátttaka í Norrænu Atlantssamstarfi (NORA)
 • Þátttaka í rannsóknarteymi um búferlaflutninga
 • Þátttaka í verkefnisstjórnum um framkvæmd byggðaaðgerða


Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking og/eða reynsla á sviði byggðamála
 • Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu
 • Greiningarhæfni 
 • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
 • Frumkvæði, fagmennska og skipulagshæfileikar
 • Góð almenn tölvufærni og þekking á upplýsingamiðlun
 • Mjög góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
 • Færni til að taka þátt í norrænu samstarfi 


Umsókn
Umsókn um starf þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Senda á umsókn til Byggðastofnunar, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki eða á netfangið postur@byggdastofnun.is

Frekari upplýsingar um störfin veitir Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, sími 4555400 eða 8946010. 

Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2020.

Byggðastofnun hefur það að markmiði að vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir hæfa og metnaðarfulla starfsmenn, konur jafnt sem karla. Hjá stofnuninni starfa hátt í 30 manns og hefur stofnunin á að skipa vel menntuðu fólki með fjölbreytta þekkingu og reynslu. Byggðastofnun mun á árinu 2020 taka í notkun nýtt húsnæði fyrir starfsemi sína þar sem aðbúnaður verður eins og best gerist.

Sauðárkrókur er höfuðstaður Skagafjarðar og einn öflugasti byggðakjarni landsbyggðarinnar. Þar er fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Fjölbreytt þjónusta er í boði, góðir skólar á öllum skólastigum, frá leikskóla til háskóla, kröftugt menningarlíf og öflugt íþróttalíf. Íbúar Sauðárkróks eru um 2600 talsins.