Starf án staðsetningar!

Poppins & Partners er ráðgjafar- og fræðslufyrirtæki sem tekur að sér fjölbreytt verkefni á sviði nýsköpunar, viðskipta og frumkvöðlastarfsemi. Félagið er í örum vexti og hefur frá upphafi verið rekið óháð staðsetningu (e. location independent).

Leitað er eftir metnaðarfullri aðstoðarmanneskju sem er jákvæð og drífandi. Verkefnin eru margbreytileg og því er fjölhæfni æskilegur kostur.

Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Ráðið verður í starfið í gegnum Ráðningarstyrk, úrræði Vinnumálastofnunar, sem er 6 mánaða verkefni. Viðkomandi þarf að hafa verið á skrá sem umsækjandi um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun í amk 3 mánuði eða að hafa áður nýtt sér 3 mánuði af núverandi bótatímabili.

 

Starfssvið

 • Samskipti við viðskiptavini
 • Uppsetning skjala, textavinnsla og eftirfylgni í verkefnavinnu fyrir viðskiptavini
 • Umsjón samfélagsmiðla og heimasíðu
 • Gerð og útsending fréttabréfa
 • Tilboðsgerð, reikningagerð og innheimta
 • Önnur tilfallandi verkefni

 

Hæfni

 • Tæknifærni og þekking á notkun helstu ritvinnsluforrita og töflureikna
 • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
 • Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagsfærni, sjálfsagi og sveigjanleiki
 • Rík þjónustulund
 • Jákvætt hugarfar og samskiptafærni
 • Drifkraftur
 • Lausnamiðuð hugsun

 

Reynsla og menntun

 • Stúdentspróf
 • Reynsla af þjónustustörfum

 

Umsækjendur sendi kynningarbréf og ferilskrá á info@poppinsandpartners.com merkt „Starfsumsókn - Aðstoðarmanneskja“