Félagsráðgjafi - Sauðárkrókur

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra óskar eftir að ráða félagsráðgjafa í 75% starf við ráðgjöf og stuðning við nemendur skólans.

Helstu verkefni
• Persónuleg ráðgjöf.
• Skólaráðgjöf vegna námstengds vanda.
• Forvarnir.
• Þverfagleg samvinna.
• Mótun og þróun úrræða.
• Ráðgjöf við skólastjórnendur og kennara.
• Foreldraráðgjöf.
• Þátttaka í ráðum og stýrihópum.  

Kröfur um þekkingu og hæfni
• Háskólamenntun á sviði félagsráðgjafar.
• Þekking og reynsla af starfi með ungu fólki.
• Almenn og góð tölvukunnátta. 
• Góð færni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Leitað er að áhugasömum einstaklingi sem hefur frumkvæði, metnað til að ná árangri og er lipur í mannlegum samskiptum.   Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi  fjármála- og efnahagsráðherra og Félagsráðgjafafélags Íslands.
Næsti yfirmaður er skólameistari.  

Umsókn með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast send skólameistara.  
Umsóknir skal senda á netfangið ingileif@fnv.is. Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veita Ingileif Oddsdóttir, skólameistari í síma 866-3698 og Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari í síma 894-7484. Umsóknir þurfa að berast skólanum ekki síðar en föstudaginn 3. janúar 2020.