Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2025-2029 er nú til umsagnar

Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2025-2029 hafa nú verið lögð inn á Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Íbúar Norðurlands vestra eru hvattir til að kynna sér áætlunina og koma með ábendingar um hvað má betur fara.
Lesa meira

Ljósleiðaravæðing landsins undirrituð – þrjú sveitarfélög á Norðurlandi vestra taka þátt í verkefninu

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og innviðaráðherra staðfestu í gær samninga fjarskiptasjóðs við 25 sveitarfélög um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Þrjú sveitarfélög á Norðurlandi vestra taka þátt í verkefninu Húnabyggð, Húnaþing vestra og Sveitarfélagið Skagafjörður.
Lesa meira

Starfsfólk SSNV sóttu nýsköpunar- og tækniráðstefnuna TechBBQ í Kaupmannahöfn

Fulltrúar SSNV sóttu nýsköpunarráðstefnuna TechBBQ 2024, sem fram fór í Kaupmannahöfn dagana 11.-12. september. TechBBQ er nýsköpunar- og tækniráðstefna þar sem saman koma frumkvöðlar, fjárfestar, stofnendur og aðrir hagsmunaaðilar úr heimi nýsköpunar og tækni.
Lesa meira

Fundir Evrópurútunnar á Blönduósi og Sauðárkróki

Evrópurútan er á ferð og flugi um allt land og í vikunni stoppaði hún á Blönduósi og Sauðárkróki. Fundirnir gengu mjög vel og fengu þátttakendur tækifæri til þess að kynnast og fræðast um Evrópuverkefni á vegum Rannís.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir vegna þróunarverkefna búgreina, garðyrkju, sauðfjárræktar, nautgriparæktar og hrossaræktar

Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um þróunarverkefni búgreina er til 1. nóvember 2024. Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári.
Lesa meira

Fundargerð 113. fundar stjórnar SSNV, 16. september 2024

Fundargerð 113. fundar stjórnar SSNV, 16. september 2024
Lesa meira

Viðskiptahraðall fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu

Viðskiptahraðallinn Startup Tourism er fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu. Markmið hraðalsins er að hvetja til nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum, ýta undir tæknivæðingu í ferðaþjónustu og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.
Lesa meira

Fulltrúar ferðaskrifstofa á ferð um Norðurland vestra

Fulltrúar ferðaskrifstofa, fulltrúar frá Markaðsstofu Norðurlands og starfsfólk SSNV heimsóttu ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi vestra, ásamt því áttu þau stefnumót á Sauðárkróki, Blönduósi og Laugarbakka.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Lesa meira

Vel heppnað ungmennaþing SSNV á Blönduósi

Ungmennaþing SSNV fór fram í gær og heppnaðist það vel. Markmið dagsins var að gefa ungu fólki á Norðurlandi vestra tækifæri til þess að hafa áhrif á stefnumál landshlutans og koma sínum hugmyndum á framfæri. Yfirskrift þingsins í ár var „Okkar framtíð á Norðurlandi vestra“.
Lesa meira