28.11.2025
Í gær, 27. nóvember, var farsældarráð Norðurlands vestra formlega stofnað með undirritun á samstarfssamningi og samstarfsyfirlýsingu í Krúttinu á Blönduósi. Með stofnun farsældarráðsins hefst formlegt og mikilvægt samstarf allra sveitarfélaga og helstu stofnana sem þjónusta börn og fjölskyldur á svæðinu.
Lesa meira
28.11.2025
Open Rivers Programme, alþjóðlegur styrktarsjóður sem starfar frá Hollandi, hvetur opinbera aðila á Íslandi til að sækja um styrki til verkefna sem miða að því að fjarlægja úreltar, manngerðar hindranir úr ám. Talið er að yfir milljón slíkra hindrana séu í ám Evrópu og um 150.000 þeirra þjóni ekki lengur neinum tilgangi.
Lesa meira
28.11.2025
Miðvikudaginn 3. desember n.k. boða SSNV og Markaðsstofa Norðurlands til fundar klukkan 15 í efri sal Miðgarðs menningarhúss í Skagafirði. Þar ætlum við að ræða ákallið um aukna virkni ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra yfir vetrarmánuðina, ekki síst í samhengi við beina flugið á Akureyri.
Lesa meira
24.11.2025
Þann 20. nóvember stóð SSNV fyrir starfamessu í húsnæði Fjölbrautarskólans Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki, en starfamessan er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar landshlutans. Á viðburðinn mættu nemendur úr 9. og 10. bekk allra grunnskóla landshlutans ásamt nemendum FNV og gátu þau kynnt sér fjölbreytt tækifæri í atvinnulífinu á Norðurlandi vestra.
Lesa meira
22.11.2025
Stjórn SSNV átti gagnlegt samtal með innviðaráðherra um stöðu og framtíð Norðurlands vestra. Á fundinum var farið yfir helstu áskoranir og tækifæri landshlutans í innviðamálum, samgöngum, raforkuöryggi og samfélagsþróun. Stjórnin þakkar ráðherra fyrir góðar móttökur og vinnur nú að næstu skrefum.
Lesa meira
21.11.2025
Málþing um leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum haldið á Dalahóteli
Lesa meira
20.11.2025
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hafa ákveðið að ráðstafa 80 milljónum króna í Loftslags- og orkusjóð til fjárfestinga í tækjakaupum sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna áburðarnotkunar í landbúnaði. Ráðstöfunin er í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar um eflingu nýsköpunar í landbúnaði og markvissari stuðning við bændur.
Lesa meira
19.11.2025
Í dag kl. 16–19 verður viðburðurinn „Saman við sitjum og saumum“ haldinn í Félagsheimilinu Blönduósi. Þangað geta þátttakendur komið með gamla uppáhaldsflík og unnið með fatahönnunarnemendum í Listaháskóla Íslands að því að breyta, bæta eða skapa nýja flík úr gömlum. Nemendur Listaháskólans eru í Textílmiðstöðinni þessa vikuna og nýta fjölbreytta aðstöðu miðstöðvarinnar við nám sitt.
Lesa meira
19.11.2025
Barnamenningarráðstefnan Öll börn með! fór fram á Akranesi 13. nóvember og var afar vel sótt, en um 80 þátttakendur alls staðar að af landinu mættu. Þar á meðal var fjölbreyttur hópur fagfólks; listafólk, menningarfulltrúar, fulltrúar menningarhúsa og safna, auk verkefnastjóra frá landshlutasamtökum.
Lesa meira
19.11.2025
Verkefnastjóri SSNV, menningarfulltrúar allra landshlutasamtaka og Byggðastofnunar áttu fróðlegan fundardag í Reykjavík miðvikudaginn 12. nóvember. Markmið dagsins var að ræða stöðu menningarmála, styrkja tengslin og leita leiða til að auka sýnileika menningar í landsbyggðunum.
Dagurinn hófst á fundi með Loga Einarssyni, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Aðallega snerist fundurinn um skýrsluna Stefnumótun og hlutverk menningarstofnana sem unnin var vegna aðgerðar B9 í Byggðaáætlun. Í skýrslunni má finna upplýsingar um menningarhús um allt land og er markmiðið að skapa sameiginlegan ramma um starfsemi húsanna og styrkja rekstrargrundvöll þeirra til framtíðar.
Lesa meira