Löglærður fulltrúi sýslumanns - Sauðárkrókur

Löglærður fulltrúi sýslumanns 

Starf löglærðs fulltrúa við sýslumannsembættið á Norðurlandi vestra er laust til umsóknar. Dagleg starfstöð er á sýsluskrifstofu á Sauðárkróki.

Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða almenn fulltrúastörf, móttöku og daglegar leiðbeiningar vegna lögfræðisviðs. Í boði eru áhugaverð og fjölbreytt verkefni við ýmsa málaflokka sýslumanna og stjórnsýslu embættisins sem og við sérverkefni þess.

Hæfnikröfur
Embættis- eða meistaraprófi í lögfræði og önnur skilyrði b.-f. liðar 2.mgr. 3.gr. l. nr. 50/2014. 
Þekking á verkefnum sýslumanna er kostur. 
Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi. 
Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samvinnufærni. 
Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. 
Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
Góð íslenskukunnátta í töluðu sem rituðu máli er áskilin. 
Almenn ökuréttindi.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um meðmælendur, auk annarra atriða sem máli kunna að skipta. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 09.09.2019

Nánari upplýsingar veitir
Bjarni G Stefánsson - bjarni@syslumenn.is - 458 2500

 

Smelltu hér til að sækja um starfið