18.08.2025
SSNV vinnur þessar vikurnar að verkefni sem felst í mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir Norðurland vestra.
Í tengslum við það verkefni verða íbúafundir í öllum sveitarfélögum Norðurlands vestra þar sem unnið verður að mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir landshlutann í heild. Markmiðið er að fá íbúa landshlutans til að sammælast um fyrir hvað svæðið stendur og að samskipti þeirra á milli byggist á jákvæðni og bjartsýni.
Lesa meira
18.08.2025
Sinfóníuhljómsveit Íslands á 75 ára afmæli í ár og hefur í tilefni af afmælinu boðið upp á fjölmarga viðburði það sem af er ári.
Nú er komið að tónleikum sem verða föstudaginn 29. ágúst og hefjast kl. 20.
Sundlaugarnar á Hvammstanga, Blönduósi og í Skagafirði munu bjóða gestum sínum að hlusta á tónleikana á meðan sundferðinni stendur.
Lesa meira
12.08.2025
Föstudaginn 8. ágúst 2025 var fyrsta Molduxi Trail haldið á Sauðárkróki – með glæsibrag. Hlaupið fékk styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra og var skipulagt af Steinunni Gunnsteinsdóttur, Ægi Gunnsteinssyni, hlaupahópnum 550 Rammvilltum og Frjálsíþróttadeild Tindastóls.
Lesa meira
12.08.2025
Atvinnuvegaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um jarðræktarstyrki í garðyrkju vegna útiræktunar á grænmeti, kartöflum og garðávöxtum til manneldis.
Sótt er um á vefnum Afurð, sem er stafrænt stjórnsýslukerfi atvinnuvegaráðuneytisins.
Lesa meira
31.07.2025
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins undir yfirskriftinni Fjárfest í innviðum til framtíðar. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði.
Lesa meira
30.07.2025
Fjölbreytt gleði, sólríkt veður og metnaðarfull skipulagning einkenndu fyrsta Vatnsnes Trail Run sem fór fram 25. júlí. SSNV fagnar þessum nýja viðburði og vonar að hann verði árlegur viðburður á svæðinu.
Lesa meira
30.07.2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði. Umsóknarfrestur er til 1. september nk.
Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
Lesa meira
28.07.2025
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir kröftugum hjúkrunarfræðingi á sjúkra- og hjúkrunarsvið. Ráðningartími og starfshlutfall er samkv. samkomulagi.
Lesa meira
28.07.2025
Mannauðssvið Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða nákvæman og skipulagðan aðila í starf mannauðsfulltrúa. HSN leggur áherslu á að greiða samkeppnishæf laun.
Hægt er að sinna starfinu frá öllum megin starfsstöðvum HSN.
Lesa meira
28.07.2025
Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings með aðsetur á þjónustuskrifstofunni á Hvammstanga. Helsta hlutverk skrifstofunnar er að annast umsýslu og ráðgjöf varðandi greiðslur fæðingarorlofs, sorgarleyfis og ættleiðingarstyrkja. Auk þess annast skrifstofan móttöku og þjónustu við atvinnuleitendur og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Lesa meira