Er hægt að mæla samfélagsáhrif skapandi greina?

Þér er boðið á Samtal um skapandi greinar, fimmtudaginn 5. febrúar kl. 8.30-10 í húsakynnum CCP í Grósku, 3. hæð, að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Viðfangsefnið eru mælingar á samfélagsáhrifum skapandi greina en Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að fundinum í samstarfi við CCP, Listaháskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Jafnréttisdaga háskólanna en viðburðurinn er hluti af dagskrá Jafnréttisdaga. Viðburðinum verður streymt af Facebook og birtur á vefsíðu Jafnréttisdaga mánudaginn 9. febrúar, ásamt miðlum RSG.
Lesa meira

Forvitnir frumkvöðlar og fjármögnunarmöguleikar nýsköpunar

Við vekjum athygli á öðrum fyrirlestrinum í röðinni "Forvitnir Frumkvöðlar" sem haldnir eru á vegum landshlutasamtakanna. Að þessu sinni er það Svava Björk Ólafsdóttir sem fer yfir fjármögnunarmöguleika sprotafyrirtækja. Svava Björk er vel þekkt í nýsköpunarumhverfinu, hún er Nýsköpunarstjóri hjá Háskólanum á Akureyri, Stofnandi RATA og IceBAN og englafjárfestir.
Lesa meira

Sóknaráætlanir landshluta – greinargerð fyrir árin 2020 - 2024

Út er komin greinargerð um sóknaráætlanir landshluta fyrir árin 2020 - 2024. Í þessari greinargerð Byggðastofnunar og stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál er gerð grein fyrir ráðstöfun fjárframlaga til sóknaráætlunarsamninga og framkvæmd þeirra á samningstímabilinu 2020 - 2024.
Lesa meira

Tækifæri fyrir ungt fólk á Norðurslóðum - rafrænn kynningarfundur 21. janúar

Ungmennasamtök og aðilar sem starfa með ungmennum eru hvött til að taka þátt í rafrænum kynningarfundi 21. janúar 2026 kl. 12:00 þar sem kynnt verður frekari útfærsla í tengslum við þemu kallsins, lengd verkefna, fjármögnun og umsóknarferlið.
Lesa meira

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs 2026

Úthlutunarhátíð Uppbyggingasjóðs Norðurlands vestra var haldin 12. janúar sl. á Sjávarborg á Hvammstanga. Þar voru veittir styrkir í þremur flokkum við hátíðlega athöfn.
Lesa meira

Norðanpaunk fær tilnefningu sem tónlistarviðburður ársins

Tónlistarhátíðin Norðanpaunk er tilnefnd sem tónlistarviðburður ársins hjá The Reykjavik Grapevine en verðlaunin verða veitt á tónlistarhátíð sem TRG standa fyrir þann 5. febrúar næstkomandi.
Lesa meira

Vel heppnuð Mannamót – öflugir fulltrúar Norðurlands vestra á svæðinu

Vel var mætt á Mannamót í gær þar sem fulltrúar Norðurlands vestra voru áberandi og kynntu fjölbreytta og öfluga ferðaþjónustu á svæðinu.
Lesa meira

Landstólpinn - opið fyrir tilnefningar

Byggðastofnun auglýsir eftir tilnefningum til Landstólpans 2026
Lesa meira

Nýsköpun og ný tengsl á Sauðárkróki

KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar HÍ halda opinn kynningarfund á Sauðárkróki í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðlandi Vestra.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða fyrir árið 2026

Innviðaráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. Veitt verða framlög fyrir allt að 170 milljónum kr. fyrir árið 2026. Umsóknarfrestur er til miðnættis fimmtudagsins 22. janúar 2026.
Lesa meira