Starfsfólk SSNV á haustfundi landshlutasamtakanna á Mývatni

Á fundinum var m.a. farið yfir byggðaáætlun Íslands 2022–2036 (sjá á Alþingi.is) og ræddir bæði kostir og áskoranir hennar. Þátttakendur tóku virkan þátt í umræðum og sköpuðust líflegar og gagnlegar umræður við öll vinnuborð þar sem reynsla og sjónarmið úr ólíkum landshlutum komu saman.
Lesa meira

Fjölbreytileikinn í brennidepli á Byggðaráðstefnunni 2025

Áhersla Byggðaráðstefnunnar 2025 var lögð á að miðla þekkingu, greina áskoranir og varpa ljósi á þau tækifæri sem felast í fjölbreytileika samfélagsins. Ísland er orðið fjölmenningarsamfélag og þar með hefur félagslegur breytileiki orðið órjúfanlegur hluti af byggðamálum. Byggðarþróun snýst um samspil atvinnu, þjónustu, húsnæðis, innviða og samfélags. Enginn þáttur stendur einn, þeir þurfa að virka saman til að skila raunverulegum árangri. Mannauðurinn; fólkið sjálft, er ein af grunnstoðum byggðaþróunar, og án virkrar þátttöku alls samfélagsins verður engin sjálfbær þróun
Lesa meira

Farsældarráð Norðurlands vestra verður stofnað 27. nóvember

Farsældarráð Norðurlands vestra verður formlega stofnað með undirritun samstarfsyfirlýsingar fimmtudaginn 27. nóvember 2025 í Krúttinu á Blönduósi. Með stofnun ráðsins hefst nýtt og mikilvægt samstarf sveitarfélaga, ríkisstofnana og annarra þjónustuaðila á svæðinu sem miðar að því að tryggja farsæld barna með vellíðan, öryggi og jöfn tækifæri allra barna og fjölskyldna á Norðurlandi vestra í forgrunni.
Lesa meira

Erum við með nóg í hillunum ?

Miðvikudaginn 19. nóvember n.k. boða SSNV og Markaðsstofa Norðurlands til fundar klukkan 15 í efri sal Miðgarðs menningarhúss í Skagafirði. Þar ætlum við að ræða ákallið um aukna virkni ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra yfir vetrarmánuðina.
Lesa meira

ÉG BÝ Í SVEIT - málþing um byggðafestu

Þriðjudaginn 18. nóvember verður haldið málþing um leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum Dalabyggðar, Stranda og Húnaþings vestra. Málþingið er lokapunktur verkefnis sem Fjórðungssamband Vestfirðinga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra (SSNV) hafa unnið að á undanförnum misserum.
Lesa meira

Hringrásarhagkerfið í starfi atvinnuráðgjafa: aðferðir, reynsludæmi og leiðarvísir.

Velkomin til að hlusta og taka þátt í umræðum um hvernig sjónarhorn hringrásarhagkerfisins má efla, til dæmis í starfi atvinnuráðgjafa!
Lesa meira

Fundargerð 132. fundar stjórnar SSNV, 3. nóvember 2025

Fundargerð 132. fundar stjórnar SSNV, 3. nóvember 2025
Lesa meira

Norðlenskir bændur á Matarmóti Austurlands

Matarmót Austurlands verður haldið á Egilsstöðum 15. nóvember næstkomandi. Sérstaklega er málþingið um morguninn áhugavert fyrir bændur og þau sem vilja skapa sér vinnu á eigin býli og gera meiri verðmæti úr afurðum sínum.
Lesa meira

NPA - Norðurslóðaáætlun í 25 ár

Tímamótana minnst á afmælisráðstefnu í Bodö.
Lesa meira

Vel heppnað haustþing SSNV að baki!

Haustþing SSNV fór fram miðvikudaginn 15. október á Teams. Þingið sóttu fulltrúar allra sveitarfélaga í landshlutanum ásamt framkvæmdastjórum sveitarfélaganna og starfsfólk samtakanna.
Lesa meira