Tólf nýsköpunarverkefni klára Startup Landið 2025

Tólf nýsköpunarteymi luku nýverið viðskiptahraðlinum Startup Landið 2025, sem er samstarfsverkefni landshlutasamtakanna utan höfuðborgarsvæðisins. Markmið hraðalsins er að styðja frumkvöðla víðs vegar af landinu í að þróa hugmyndir sínar, efla viðskiptahæfni og byggja upp tengslanet.
Lesa meira

Öll börn með! – Vel sótt og fróðleg barnamenningarráðstefna á Akranesi

Barnamenningarráðstefnan Öll börn með! fór fram á Akranesi 13. nóvember og var afar vel sótt, en um 80 þátttakendur alls staðar að af landinu mættu. Þar á meðal var fjölbreyttur hópur fagfólks; listafólk, menningarfulltrúar, fulltrúar menningarhúsa og safna, auk verkefnastjóra frá landshlutasamtökum.
Lesa meira

Menning í landsbyggðunum

Verkefnastjóri SSNV, menningarfulltrúar allra landshlutasamtaka og Byggðastofnunar áttu fróðlegan fundardag í Reykjavík miðvikudaginn 12. nóvember. Markmið dagsins var að ræða stöðu menningarmála, styrkja tengslin og leita leiða til að auka sýnileika menningar í landsbyggðunum. Dagurinn hófst á fundi með Loga Einarssyni, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Aðallega snerist fundurinn um skýrsluna Stefnumótun og hlutverk menningarstofnana sem unnin var vegna aðgerðar B9 í Byggðaáætlun. Í skýrslunni má finna upplýsingar um menningarhús um allt land og er markmiðið að skapa sameiginlegan ramma um starfsemi húsanna og styrkja rekstrargrundvöll þeirra til framtíðar.
Lesa meira

ÉG BÝ Í SVEIT - málþing um byggðafestu. Enn er hægt að skrá sig

Þriðjudaginn 18. nóvember verður haldið málþing um leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum Dalabyggðar, Stranda og Húnaþings vestra. Málþingið er lokapunktur verkefnis sem Fjórðungssamband Vestfirðinga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra (SSNV) hafa unnið að á undanförnum misserum.
Lesa meira

Loftslags- og orkusjóður auglýsir 100 milljónir króna í styrki til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum

Loftslags- og orkusjóður hefur nú auglýst 100 milljónir króna í styrki til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum, þar sem markmiðið er að styðja garðyrkjuframleiðendur við að draga úr orkunotkun, efla rekstrarhagkvæmni og innleiða tæknivæddar lausnir sem styrkja samkeppnishæfni greinarinnar. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Innviðaráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun 2022–2036 vegna aðgerðar C.1 – sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða, þar sem allt að 170 milljónir króna verða veittar árið 2026 til verkefna sem styðja við svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi eða einhæft atvinnulíf. Umsóknum skal skilað í umsóknargátt Byggðastofnunar fyrir miðnætti 22. janúar 2026.
Lesa meira

Tólf nýsköpunarverkefni klára Startup Landið 2025

Tólf öflug nýsköpunarteymi víðs vegar af landinu hafa lokið þátttöku í Startup Landinu 2025 – sjö vikna viðskiptahraðli sem styrkir frumkvöðla á landsbyggðinni og hjálpar þeim að þróa hugmyndir sínar af metnaði og fagmennsku. Verkefnið er samstarf landshlutasamtakanna utan höfuðborgarsvæðisins og hefur á undanförnum árum reynst mikilvægur hvati fyrir ný verkefni, atvinnuþróun og aukna byggðafestu. Lokaviðburðurinn fór fram í Hofi á Akureyri þar sem teym­in kynntu verkefni sín fyrir gestum – og sýndu með glæsibrag hversu mikill kraftur og sköpunargleði býr í frumkvöðlum landsbyggðarinnar.
Lesa meira

Starfsfólk SSNV á haustfundi landshlutasamtakanna á Mývatni

Á fundinum var m.a. farið yfir byggðaáætlun Íslands 2022–2036 (sjá á Alþingi.is) og ræddir bæði kostir og áskoranir hennar. Þátttakendur tóku virkan þátt í umræðum og sköpuðust líflegar og gagnlegar umræður við öll vinnuborð þar sem reynsla og sjónarmið úr ólíkum landshlutum komu saman.
Lesa meira

Fjölbreytileikinn í brennidepli á Byggðaráðstefnunni 2025

Áhersla Byggðaráðstefnunnar 2025 var lögð á að miðla þekkingu, greina áskoranir og varpa ljósi á þau tækifæri sem felast í fjölbreytileika samfélagsins. Ísland er orðið fjölmenningarsamfélag og þar með hefur félagslegur breytileiki orðið órjúfanlegur hluti af byggðamálum. Byggðarþróun snýst um samspil atvinnu, þjónustu, húsnæðis, innviða og samfélags. Enginn þáttur stendur einn, þeir þurfa að virka saman til að skila raunverulegum árangri. Mannauðurinn; fólkið sjálft, er ein af grunnstoðum byggðaþróunar, og án virkrar þátttöku alls samfélagsins verður engin sjálfbær þróun
Lesa meira

Farsældarráð Norðurlands vestra verður stofnað 27. nóvember

Farsældarráð Norðurlands vestra verður formlega stofnað með undirritun samstarfsyfirlýsingar fimmtudaginn 27. nóvember 2025 í Krúttinu á Blönduósi. Með stofnun ráðsins hefst nýtt og mikilvægt samstarf sveitarfélaga, ríkisstofnana og annarra þjónustuaðila á svæðinu sem miðar að því að tryggja farsæld barna með vellíðan, öryggi og jöfn tækifæri allra barna og fjölskyldna á Norðurlandi vestra í forgrunni.
Lesa meira