Sérfræðingur á fjármálasviði á Hvammstanga

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings á fjármálasviði með aðsetur á Hvammstanga. Sérfræðingar á fjármálasviði sinna fjölbreyttum verkefnum í fjármálaumsýslu Vinnumálastofnunar og þeirra sjóða sem stofnunin hefur umsýslu með. Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar, fyrirmyndaþjónusta, virðing og áreiðanleiki.

Helstu verkefni og ábyrgð

Samskipti við lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinberar stofnanir. Innlestur á greiðsluskrám. Frágangur og leiðréttingar á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgjöldum. Frágangur og leiðréttingar á staðgreiðslu skatta. Afstemmingar og reglubundin uppgjör. Innheimta og endurgreiðslur. Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfnikröfur

Viðskiptafræðimenntun (BA/BS/BSc) eða sambærileg menntun. Þekking á bókhaldi, afstemmingum og uppgjörum. Reynsla af störfum úr stjórnsýslu kostur. Góð tök á íslensku og ensku. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar. Góð samskiptahæfni, þjónustulund og metnaður til að skila góðu starfi.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 17.03.2021

Nánari upplýsingar veitir

Helga Hassing - helga.hassing@vmst.is - 5154800
Leó Örn Þorleifsson - leo.thorleifsson@vmst.is - 5154800

Smelltu hér til að sækja um starfið