Rafmagnstæknifræðingur / Rafmagnsiðnfræðingur - Blönduós eða Sauðárkrókur

RARIK ohf. óskar eftir að ráða öflugan starfsmann til þess að hafa umsjón með rekstri aðveitustöðva RARIK á Norðurlandi með aðsetur á Blönduósi eða Sauðárkróki. Í starfinu felst umsjón með viðhaldi og verkefnum í stöðvunum þar sem dreifikerfið tengist flutningskerfi landsins. Einnig er um að ræða stærri spenni- og rofastöðvar í dreifikerfinu og önnur verkefni tengd rekstri kerfisins. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  •  Umsjón með viðhaldsáætlunum í stöðvum RARIK
  •  Umsjón með skoðunum og gerð úrbótaverkbeiðna
  •  Yfirferð og viðhald tæknigagna
  •  Vöktun dreifikerfis
  •  Þátttaka í áætlanagerð og verkundirbúningi
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  •  Rafmagnstæknifræði eða iðnfræði
  •  Þekking á rekstri dreifikerfa rafmagns er æskileg
  •  Hæfni í mannlegum samskiptum
  •  Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  •  Góð tölvukunnátta

 

Nánari upplýsingar veita Steingrímur Jónsson, deildarstjóri rekstrarsviðs á Norðurlandi eða starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 7. september 2020 og skal skila umsóknum með ferilskrá á www.rarik.is/atvinna.