Atvinnu­ráð­gjafi með áherslu á nýsköpun

Helstu verkefni atvinnuráðgjafa eru aðstoð við gerð rekstrar- og markaðsáætlana, gerð styrks- og lánaumsókna, aðstoð við fjármögnun, stofnun fyrirtækja o.s.frv. Sérstök áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki á Norðurlandi vestra, eflingu þeirra og fjölgun.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Haldbær þekking/reynsla af rekstri.
  • Reynsla af gerð rekstraráætlana.
  • Þekking á styrkja- og nýsköpunarumhverfinu er kostur.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Starfstöð er á Sauðárkróki.

Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2020.

Sótt er um starfið í gegnum heimasíðu Capacent.