Sumarstörf fyrir háskólanema hjá BioPol á Skagaströnd, sumarið 2020

BioPol ehf., Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd, óskar eftir að ráða tvo háskólanema (í grunn- eða meistaranámi í raunvísindum) til að smíða umhverfismæla fyrir sjávarrannsóknir. Verkefnið verður unnið eftir fyrirmynd „OpenCDT“ með ákveðnum breytingum sem umsækjendur munu þurfa að hanna sjálfir. Mikilvægt er að umsækjendur geti forritað. Starfsstöð umsækjenda verður á Skagaströnd. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði Stúdenta.

Hæfniskröfur:

  • Samviskusemi
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Tölvukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí n.k. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og meðmælendur berist BioPol ehf.,  Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd eða valtyr@biopol.is og halldor@biopol.is.

Nánari upplýsingar veitir Valtýr Sigurðsson valtyr@biopol.is eða í síma 846-5996.