SUB-hjólaverkefnið fundaði á Írlandi

Ýmislegt í gangi og áhugaverðar netvinnustofur handan við hornið
Lesa meira

Fram­úr­skar­andi kenn­ari, verk­efni og menntaum­bæt­ur á Norðurlandi vestra

Nú getur þú sent inn tillögur um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2025 sem verða veitt í nóvember næstkomandi.
Lesa meira

Norðansprotinn - opið fyrir umsóknir

Norðansprotinn er nýsköpunarkeppni þar sem leitað er að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands. Keppnin fer fram dagana 19.-23. maí og lýkur með úrslitum sem haldin verða í Messanum hjá Drift EA. Upphaf fjárfestingasjóður mun veita verðlaunafé upp á 1.000.000 kr.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkir tvö verkefni á Norðurlandi vestra

Tvö verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2025. Verkefnin snúa að uppbyggingu innviða við ferðamannastaði í Staðarbjargavík í Skagafirði og í Kálfshamarsvík í Húnabyggð. Með þessum úthlutunum er stigið mikilvægt skref í að bæta aðstöðu, vernda náttúru og styðja við ábyrga ferðamennsku á svæðinu.
Lesa meira

Óskað er eftir tilnefningum til Nýsköpunarverðlauna 2025

Á vef Sambandsins kemur fram að opnað hafi verið fyrir tilnefningar til Nýsköpunarverðlauna hins opinbera 2025. Markmiðið með verðlaununum er að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í opinberri nýsköpun síðastliðna 12 mánuði, s.s. umbótastarf, innleiðing nýjunga eða breyttar aðferðir í opinberum rekstri sem skapar eða eykur virði í starfsemi hins opinbera.
Lesa meira

Staða úr­gangs­mála hjá sveit­ar­fé­lög­um, niðurstöður könnunar á vegum Sambandsins

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nú birt á heimasíðu sinni niðurstöður könnunar um stöðu úrgangsmála hjá sveitarfélögum. Hvetjum við öll þau sem sinna umhverfismálum, hvort sem það er innan sveitarfélaganna eða á vegum annrra aðila, til að kynna sér niðurstöður könnunarinnar.
Lesa meira

Ályktanir 33. ársþings SSNV

33. ársþing SSNV var haldið í Skagafirði 9. apríl sl. Á þinginu voru samþykktar eftirfarandi ályktanir sem hafa verið sendar á viðkomandi ráðuneyti.
Lesa meira

Styrkir til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni

Á heimasíðu Byggðastofnunar er auglýsing um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni. Er þessi styrkur kominn til vegna aðgerðar B.7. á byggðaáætlun sem hefur það að markmiði að efla búsetufrelsi með fjölgun atvinnutækifæra og auknum fjölbreytileika starfa á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir geta sótt um styrki og þannig fjölgað óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni.
Lesa meira

Jólin heima er framúrskarandi verkefni á sviði menningar

Verkefnið Jólin heima, árlegir jólatónleikar sem hafa skapað sér sérstakan sess í menningarlífi Skagafjarðar, hefur verið valið framúrskarandi verkefni 2024. Tónleikarnir, undir stjórn Jóhanns Daða Gíslasonar, sameina skagfirskt tónlistarfólk og fá gesti til að njóta hlýrrar stemningar á aðventunni. Jólin heima eru ekki aðeins tónlistarviðburður, heldur einnig orðinn mikilvægur hluti menningar í landshlutanum.
Lesa meira

Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar (ÍÆ) fyrir Húnabyggð

Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar (ÍÆ) fyrir Húnabyggð voru nýverið kynntar nemendum, kennurum og foreldrum Húnaskóla í því skyni að stuðla að markvissri umræðu og áframhaldandi þróun í þágu farsældar barna. Kynningarnar fóru fram í apríl og voru þátttakendur hvattir til að leggja sitt af mörkum með hugmyndum og ábendingum. ÍÆ veitir innsýn í líðan og aðstæður barna og ungmenna og gegnir lykilhlutverki í mótun stefnu og þjónustu innan sveitarfélagsins. Von ábyrgðarteymisins er að niðurstöðurnar verði til þess að efla vitund og samvinnu heimila og skóla um velferð og farsæld barna.
Lesa meira