Börnin létu til sín taka á fjórða málþingi Selaseturs Íslands

Fjórða málþing Selaseturs Íslands fór fram á Hvammstanga föstudaginn 19. september og settu börn og ungmenni sterkan svip á dagskrána.
Lesa meira

SUB-verkefnafundur á Norðurlandi vestra

Gagnlegar umræður og fróðlegar heimsóknir héldu fólki vel við efnið og góða veðrið gerði sitt.
Lesa meira

Tónaflakk - Tónlistarmiðstöð í heimsókn á Blönduósi

Tónlistarmiðstöð í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra stendur fyrir fræðsluviðburði í Kvennaskólanum á Blönduósi þann 9. október klukkan 17.00. Þar mun starfsemi miðstöðvarinnar verða kynnt og sá stuðningur sem tónlistarfólk og fólk sem starfar í íslenskum tónlistargeira getur sótt til hennar. Að auki verður kynning á endurgreiðslum vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi og nýjum, svokölluðum upptökustuðningi, og efldum Tónlistarsjóði sem Tónlistarmiðstöð annast fyrir hönd Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið.
Lesa meira

Forvarnaráætlun Norðurlands vestra fær styrk til að efla farsæld barna

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur veitt styrk til verkefnisins Forvarnaráætlun Norðurlands vestra – FORNOR, sem hluta af aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna og til að auka farsæld þeirra.
Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2026. Hægt er að sækja um atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyki, verkefnastyrki á menningarsviði og stofn- og rekstrarstyrki á menningarsviði.
Lesa meira

Ráðstefna um framtíðarsýn og áherslur í barnamenningu

Framlínufólki í menningarstarfi barna er boðin þátttaka í stefnumóti og samtali fagaðila um framtíðarsýn og áherslur í barnamenningu þann 13. nóvember 2025 frá kl. 9-22.
Lesa meira

HönnunarÞing á Húsavík

HönnunarÞing er hátíð hönnunar og nýsköpunar og verður haldin á Húsavík 26.-27. september. Áhersla ársins er matur og margvíslegar birtingarmyndir hans í hönnun og nýsköpun.
Lesa meira

Alþjóðleg vinnustofa um hjólaferðamennsku á Norðurlandi vestra

Í þessari viku heldur SUB-Norðurslóðaverkefnið verkefnafund á Íslandi, en SSNV tekur virkan þátt í verkefninu. Markmið þess er að kanna þróunarmöguleika hjólaferðamennsku á dreifbýlum svæðum Norðurslóða. Auk Íslands taka þátt aðilar frá Írlandi, Svíþjóð, Finnlandi og Færeyjum.
Lesa meira

Vilt þú fræðast um sniglarækt? Fræðsluviðburðir á Norðurlandi

Sniglarækt sem ný aukabúgrein á Íslandi Eimur hefur hrundið af stað verkefninu „Sniglarækt, sjálfbær nýting glatvarma“, sem hefur það meginmarkmið að kynna og innleiða sniglarækt sem raunhæfan, sjálfbæran og nýskapandi valkost fyrir bændur á Íslandi. Verkefnið er svar við vaxandi þörf í íslenskum landbúnaði fyrir fjölbreyttari atvinnumöguleika og aukna verðmætasköpun í dreifbýli.
Lesa meira

"Haf tækifæra" - NORA ráðstefna um ferðaþjónustu tengda hafinu, haldin í Þórshöfn 21.–22. október

NORA og Visit Faroe Islands boða til ráðstefnunnar „An Ocean of Opportunities“ þar sem tækifæri og nýsköpun í haf- og strandferðaþjónustu í Norðuratlantshafi verða í brennidepli. Viðburðurinn fer fram á Hotel Føroyar í Þórshöfn dagana 21.–22. október 2025.
Lesa meira