Ljós til láns

SSNV býður þeim sem eru með vefverslanir á starfssvæði samtakanna Neewer ljós til láns. Ljósið hentar vel þegar teknar eru vörumyndir á vefsíður.
Lesa meira

Aukin markaðshlutdeild með stafrænum lausnum

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) opna verkefnið Digi2Market formlega með ráðstefnu um stafrænar lausnir. Markmiðið með ráðstefnunni er að kynna verkefnið og möguleika sýndarveruleika þegar kemur að markaðssetningu. Ráðstefnan verður haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði miðvikudaginn 25. september kl. 13:00. Allir eru velkomir.
Lesa meira

Sóknaráætlanir landshluta, greinargerð ársins 2018

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál hefur sent frá sér greinargerð um framvindu samninga um sóknaráætlanir landshluta og ráðstöfun fjármuna ársins 2018. Þar kemur m.a. fram að á árinu var unnið að samtals 73 áhersluverkefnum í landshlutunum átta og að 588 verkefni hlutu styrki úr uppbyggingarsjóðum að fjárhæð tæpum 497 milljónum króna.
Lesa meira

SSNV á LÝSU

Dagana 6. og 7. september fór fram á Akureyri LÝSA – Rokkhátíð samtalsins. LÝSA er hátíð þar sem fólk á í samtali um samfélagið. Þar fara fram fjörugar umræður í bland við hressa tónlist og skemmtiatriði.
Lesa meira

Fundað með ráðherrum

Stjórn SSNV fundaði á dögunum með nokkrum ráðherrum um málefni landshlutans. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar tók á móti hópnum í sínu ráðuneyti. Þaðan lá leið hópsins í Stjórnarráðið en þar tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á móti stjórnarmönnum. Að síðustu hitti hópurinn Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála.
Lesa meira

Stórfundur íbúa um Sóknaráætlun Norðurlands vestra vel sóttur

Stórfundur íbúa um Sóknaráætlun Norðurlands vestra var haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð, þriðjudaginn 3. september. Fundurinn var vel sóttur og komu margar góðar hugmyndir fram.
Lesa meira

Samráðsfundur með hagsmunaðilum vegna sértækra aflaheimilda

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 er 5,3% aflaheimilda varið til margvíslegra sértækra aðgerða, svo sem byggðakvóta, sértæks byggðakvóta, línuívilnunar, skelbóta og strandveiða. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp til að endurskoða meðferð og ráðstöfun ofangreindra aflaheimilda. Starfshópurinn efnir til samráðsfundar með fulltrúum sveitarstjórnarstigsins og hagsmunaaðilum á Norðurlandi, þ.e. frá Hrútafirði til Bakkafjarðar.
Lesa meira

Tækifæri dreifðra byggða – málþing 5. september

Landshlutasamtökin og Nýsköpunarmiðstöðu standa fyrir málþingi um tækifæri dreifðra byggða í 4. Iðnbyltingunni fimmtudaginn 5. september 2019. Málþingið verður með óhefðbundnu sniði þar sem það fer fram á 6 stöðum á landinu samtímis en verður jafnframt send út á netinu. Á Norðurlandi vestra verður málþingið haldið í Farskólanum Faxatorgi. Hefst það kl. 9 og stendur til kl. 13.30
Lesa meira

Upptaka af sýndarréttarhöldum í máli sakborninga í Illugastaðamorðunum árið 1828

Nú er aðgengileg á vefnum upptaka af „nýjum réttarhöldum“ í máli Agnesar Magnúsdóttur, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttir en þau tvö fyrrnefndu voru hálshöggvin á Þrístöpum 12. janúar 1830 og Sigríður send í ævilanga fangelsisvist í Kaupmannahöfn.
Lesa meira

Digi2Market - samstarfsaðilar

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hefur áhuga á að komast í samband við önnur atvinnuþróunarfélög, aðrar stoðstofnanir og hagsmunasamtök sem sjá sér hag í þátttöku í verkefninu Digi2Market. Markmið verkefnisins er m.a. að nýta nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki staðsett fjarri markaði og aðstoða þau við að nýta sér stafræna möguleika til sölu og markaðssetningar. Þá er enn fremur stefnt að því að þátttaka í verkefninu stuðli að alþjóðlegum vexti fyrirtækja sem byggja á líffræðilegum auðlindum svæðisins; fisk, landbúnaði, skógrækt og öðrum tengdum iðnaði.
Lesa meira