Auglýst er eftir umsóknum um Eyrarrósina 2018

Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista.
Lesa meira

ER STYRKUR Í ÞÉR?

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð og Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2018. Sækja þarf um rafrænt á heimasíðu SSNV með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember nk. Hægt er að smella á logo Sóknaráætlunarinnar hér til hægri til að komast beint á umsóknarsíðu.
Lesa meira

Viðskiptahraðall fyrir nýjar hugmyndir og fyrirtæki í ferðaþjónustu

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.
Lesa meira

Uppbyggingarsjóður - Vinnustofur

Starfsmenn SSNV verða með vinnustofur/viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem boðið er upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna, veittar upplýsingar um styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi.
Lesa meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra

Hvað er þetta með alla þessa kínversku ferðamenn ? Ætli við séum tryggð fyrir því ? Hvernig fáum við fleiri Kana til okkar ? Hvað er að frétta af beina fluginu ? - Svör við þessum spurningum og mörgum fleiri fást á Haustdegi ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra, sem verður haldin mánudaginn 13. nóvember n.k. kl 13 til 16 í Fellsborg á Skagaströnd á vegum samráðsvettvangs SSNV og ferðamálafélaganna í Húnaþingi vestra, A-Hún. og Skagafirði.
Lesa meira

Námskeið í umsóknargerð – Kynning á rafrænni umsóknargátt

SSNV stendur fyrir kynningu á rafrænni umsóknargátt fyrir Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra ásamt námskeiði í umsóknargerð í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Lesa meira

Svæðisfundir DMP

Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Norðurlands unnið að gerð áfangastaðaáætlunar fyrir Norðurland. Verkefnið snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.
Lesa meira

Framtíð Landbúnaðar á Norðurlandi vestra

Ráðstefnan um framtíð landbúnaðar á Norðurlandi vestra verður streymt á Facebook síðu SSNV
Lesa meira

Framtíð Landbúnaðar á Norðurlandi vestra

SSNV stendur fyrir ráðstefnu um framtíð landbúnaðarins á Norðurlandi vestra föstudaginn 20. október í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Lesa meira

Átak til atvinnusköpunar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Átak til atvinnusköpunar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. Umsóknarfrestur er til hádegis 1. nóvember 2017.
Lesa meira