Á markað með snjallt nýsköpunarverkefni?

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar!
Lesa meira

Er styrkur í þér? – seinni úthlutun 2017

Nú er að hefjast seinna umsóknar- og úthlutunarferli vegna styrkveitinga úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra fyrir árið 2017. Umsóknarfrestur er til og með 10.apríl 2017.
Lesa meira

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs

Í gær, 16.febrúar 2017, fór fram úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga. Alls bárust 107 umsóknir þar sem óskað var eftir rúmum 135 milljónum króna í styrki. Úthlutunarnefnd samþykkti að veita styrkvilyrði til 64 aðila, alls að upphæð 56.580.000 kr. Þá var einnig úthlutað úr nýjum sjóði, Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra, til þriggja verkefna, samtals að upphæð 9.400.000 kr.
Lesa meira

NORA:Næsti umsóknarfrestur er 13. mars-aðeins ein úthlutun í ár

Norræna Atlantshafssamstarfið, NORA, styrkir samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu og veitir verkefnastyrki tvisvar á ári. Nú óskar NORA eftir styrkumsóknum með umsóknarfrest mánudaginn 13. mars 2017. NORA veitir styrki að hámarki 500.000 danskar krónur á ári og mest til þriggja ára. Skilyrði er að þátttaka sé frá a.m.k. tveimur NORA-löndum, en aðildarlönd eru Ísland, Grænland, Færeyjar og strandhéruð Noregs.
Lesa meira

Landstólpinn – árleg viðurkenning Byggðastofnunar

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn verður í Miðgarði í Varmahlíð þriðjudaginn 25. apríl n.k. verður í sjöunda sinn veitt viðurkenning undir heitinu „Landstólpinn – samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar“. Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hópi/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags. 
Lesa meira

Tilnefningar til Eyrarrósarinnar

Sex ­verk­efni á lands­byggðinni hafa verið val­in á Eyr­ar­rós­arlist­ann 2017 og eiga þar með mögu­leika á að hljóta Eyr­ar­rós­ina í ár. Verkefnin sem hafa verið valin í ár eru Alþýðuhúsið á Sigluf­irði, Eistna­flug í Nes­kaupstað, List í ljósi á Seyðis­firði, Nes – Listamiðstöð á Skaga­strönd, Rúllandi snjó­bolti á Djúpa­vogi, og Vest­urfara­setrið á Hofsósi. Alls bár­ust alls 37 um­sókn­ir um Eyr­ar­rós­ina.
Lesa meira

Auglýsing frá Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum

Árið 2017 verða veittir úr Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum ferðastyrkir til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum verkefnum. Markmið sjóðsins er að stuðla að auknu samstarfi Svíþjóðar og Íslands á sviði vísinda, menntunar og menningar.
Lesa meira

Menningarsjóður Íslands og Finnlands

Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Íslands og Finnlands. Sjóðurinn veitir árlega styrki til einstaklinga, samtaka, félaga og stofnana vegna verkefna sem geta orðið til að efla samskipti Íslands og Finnlands á sviði menningar, lista, atvinnulífs og þjóðlífs almennt.
Lesa meira

Styrkir úr Sprotasjóði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2017-18. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.
Lesa meira

Lánasérfræðingar Byggðastofnunar til viðtals á Hvammstanga

Lánasérfræðingar Byggðastofnunar verða til viðtals mánudaginn 13. febrúar á skrifstofu SSNV á Hvammstanga.
Lesa meira