Landstólpinn

Landstólpinn Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.
Lesa meira

Úthlutun styrkja vegna sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða - C1

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur úthlutað styrkjum til 12 verkefna á landsbyggðinni úr verkefnapotti byggðaáætlunar sem gengur undir heitinu Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða. Alls var 130 milljónum úthlutað. SSNV sótti um fyrir hönd sveitafélaga á Norðurland vestra og átti aðkomu annarra verkefna í samstarfi við aðra landshluta. Ánægjulegt er frá því að segja að þrjú þeirra verkefna hlutu styrkveitingu.
Lesa meira

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi kynnt

Sveitarfélög á starfssvæðum SSNV og SSNE vinna nú að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Vinna við gerð svæðisáætlunar hefur staðið yfir síðan í janúar 2022 og er hluti af vinnu sveitarfélaganna við aðlögun að nýrri löggjöf og um leið uppfærsla á gildandi svæðisáætlun. Tillaga að svæðisáætlun liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og koma athugasemdum sínum á framfæri.
Lesa meira

Erum við að leita af þér?

SSNV leita að öflugum verkefnastjóra sem hefur áhuga og ástríðu fyrir uppbyggingu samfélags á Norðurlandi vestra. Leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, sýnir frumkvæði og hefur góða hæfileika í mannlegum samskiptum.
Lesa meira

Kúrsinn stilltur - niðurstöður stöðugreiningar liggja fyrir

Stefnumótunarverkefni fyrir ferðaþjónustu miðar vel áfram.
Lesa meira

Ársþing SSNV verður haldið 14. apríl

31. ársþing SSNV verður haldið á Hótel Laugarbakka í V-Húnavatnssýslu, í Grettissal þann 14. apríl næstkomandi. Dagskrá hefst kl. 9:30 með Þingsetningu og stendur til kl. 14:00.
Lesa meira

Málþing fyrir fyrirtæki og fólk í ferðaþjónustu

Yfirskriftin er: Öryggi ferðamanna við krefjandi aðstæður: Á að loka? Aðgangur er ókeypis en skráning nauðsynleg. Ferðamálastofa og Félag fjallaleiðsögumanna á Íslandi (AIMG) halda miðvikudaginn 18. janúar málþing um öryggi ferðamanna. Málþingið fer fram á Grand Hótel Reykjavík (Gullteigur) en verður einnig streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.
Lesa meira

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verður með skrifstofu ráðherra óháð staðsetningu á Norðurlandi vestra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verður með skrifstofu ráðherra óháð staðsetningu í Húnaþingi vestra þann 10. maí og í Skagafriði þann 11. maí. Á báðum starfsstöðvunum verður ráðherra með opna viðtalstíma þar sem öll áhugasöm eru velkomin í stutt, milliliðalaust spjall um málefni á borði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Þá verða fyrirtækjaheimsóknir einnig hluti af dagskrá ráðherra.
Lesa meira

Hádegis fundarröð fyrir forvita frumkvöðla!

Fundarröðin er gagnleg og hvetandi fyrir alla þá sem vilja fræðast um nýsköpun. Mismunandi gestafyrirlesarar koma fram hverju sinni og opnar umræður í lokin. Þetta er tækifæri þar sem forvitnir fá innsýn í nýsköpunarheiminn.
Lesa meira

Byggðakvóti á Norðurlandi vestra eykst um 66 tonn

Úthlutunin byggir á reglugerð nr. 1018/2022 um úthlutun byggðakvóta til byggðalaga á fiskveiðiárinu 2022/2023. Einnig er stuðst við upplýsingar frá Fiskistofu um samdrátt í botnfiskafla, botnfiskaflamarki og vinnslu botnfisks auk samdráttar í rækju- og skelvinnslu.
Lesa meira