Úrgangsmál á Norðurlandi - Staða og framtíð

Miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl 13-16.30 verður blásið til ráðstefnu um úrgangsmál í breiðum skilningi á Hótel KEA á Akureyri. Er ráðstefnan lokahnykkurinn á störfum starfshóps Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem hafði til skoðunar framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi.
Lesa meira

Áhersla á auknar fjárfestingar í landshlutanum hjá nýráðnum starfsmanni SSNV

Magnús Jónsson hefur verið ráðinn í nýtt starf verkefnastjóra hjá SSNV. Hlutverk nýs verkefnisstjóra verður að vinna að því að laða fjárfestingar inn í landshlutann með það fyrir augum að fjölga atvinnutækfærum og auka fjölbreytni þeirra. Starfið er sérstakt áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshlutans og er liður í samningi milli SSNV og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem undirritaður var í september 2019.
Lesa meira

Línulegt samtal

Aukafundir 4. mars á Akureyri og í Varmahlíð
Lesa meira

Viðamikill gagnagrunnur um menningarmál á Norðurlandi

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum (Eyþing) halda utan um viðamikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi. Skráning í grunninn er aðilum að kostnaðarlausu og skráning og viðhald upplýsinga í höndum starfsmanna SSNV og Eyþings.
Lesa meira

Vefráðstefnan "Er vinnustaður bara hugarástand?"

SSNV stóð fyrir vefráðstefnuninni „Er vinnustaður bara hugarástand?“ fimmtudaginn 27. febrúar. Ráðstefnan var hluti af norðurslóðaverkefninu Digi2Market þar sem lagt er upp með að efla dreifðari byggðir með því að nýta stafrænar lausnir almennt.
Lesa meira

Vinnustofur um matarupplifanir á Norðurstrandarleið

„Taste the Arctic Coast Way“ er vinnuheiti á spennandi verkefni þar sem áhersla er lögð á að gefa gestum Norðurstrandarleiðar tækifæri til að njóta matar úr héraði (staðbundinna matvæla/local food) sem er framleiddur í hæsta gæðaflokki. Til að mæta væntingum gesta um matarupplifunar úr héraði er það markmið verkefnisins að styrkja fyrirtæki og framleiðendur á svæðinu með áherslu á staðbundin matvæli/hráefni, ýta undir árstíðabundnar áherslur í matargerð og auka sjálfbærni.
Lesa meira

Loftslagsvænn landbúnaður

Í febrúar og mars verða haldin heilsdags námskeið í loftslagsvænum landbúnaði víða um land. Þar mun bændum og öðrum landeigendum gefast kostur á að efla þekkingu á loftslagsmálum.
Lesa meira

Er vinnustaður bara hugarástand?

Störf án staðsetninar – Tækifæri dreifðra byggða - Vefráðstefna um tækifæri dreifðra byggða þegar kemur að skrifstofusetrum.
Lesa meira

Sturlungaöldin í sviðsljósinu

Sýndarveruleiki ehf. og Kakalaskáli ehf. fá sérstakar viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni 2019
Lesa meira

Sextíu og fimm milljónir til 76 verkefna

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra úthlutar styrkjum til atvinnuþróunar-, nýsköpunar- og menningarverkefna. Fimmtudaginn 13. febrúar sl. voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í félagsheimilinu á Hvammstanga. Alls bárust 113 umsóknir þar sem óskað var eftir 170 milljónum króna í styrki. Sjötíu og sex styrkir voru veittir til 60 aðila samtals að upphæð 65 millj. kr.
Lesa meira