Alþjóðlegur dagur ferðaþjónustunnar – líka á Norðurlandi vestra

Í dag 27. September er alþjóðlegur dagur ferðaþjónustunnar. Upplagt tækifæri til að tæpa á nokkrum verkefnum, sem eru í deiglunni hjá okkur þessi dægrin og vikurnar tengt atvinnugreininni.

Við hjá SSNV erum aðilar að tveimur ferðaþjónustutengdum Evrópuverkefnum , sem eru styrkt af Norðurslóðaáætlun (NPA) og  fara af stað á þessu ári.

Öðru þeirra GLOW 2.0. var hleypt af stað fyrr á árinu, en þar er nýting á myrkurgæðum í sjálfbærri ferðaþjónustu í aðalhlutverki. Firstu hlutar verkefnisins hafa lotið að greiningarvinnu og því tengt sendum við m.a. út könnun til ferðaþjónustuaðila fyrr á árinu. Þokkaleg svörun var í könnuninni og nokkrir aðilar lýstu sig áhugasma um að vilja tengjast því á einhvern hátt með starfsemi sinni þegar fram vindur. Við höfum verið í sambandi við þessa aðila og eigum eftir að dýpka það samtal  og aðrir áhugasamir,  sem vilja bætast í hópinn, eru hvattir til að vera í sambandi við okkur.  
Sjá eninnig GLOW | Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (ssnv.is)

Hitt verkefnið nefnist SUB og lýtur að möguleikum í þróun á hjólaferðamennsku í dreifðum byggðum á Norðurslóðum. Þetta verkefni er rétt að fara af stað, en við sjáum hér mikla möguleika fyrir okkar svæði að geta tekið jákvæð skref til að mæta þörfum þessarar sívaxandi grein ferðaþjónustunnar. Hér sjáum við fyrir okkur virka aðkomu ferðaþjónustuaðila og hjólafólks og biðlum hér með til þeirra, sem kynnu að hafa áhuga á að taka þátt í n.k. fókusgrúppu fyir okkar svæði til að  fjalla um möguleikana þessu tengt,  að vera í sambandi við okkur.  Sjá einnig: SUB | Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (ssnv.is)

Á næstunni verður svo hleypt af stokkunum vöruþróunarverkefninu STRAUMHVÖRF, sem við ásamt kollegum okkar hjá SSNE og  Austurbrú undir verkefnisstjórn Markaðsstofu Norðurlands stöndum að, en það verkefni er styrkt af C1 verkefni Byggðastofnunar. Hér er ætlunin að skoða nýja nálgun og taka ákveðin skref í vöruþróun ferðaþjónustunnar á þeim svæðum Norður- og Austurlands, sem munu njóta góðs af auknu beinu flugi beint frá erlendum mörkuðum inn á okkar landssvæði. Markaðsstofan mun senda út skilaboð þessu tengt til aðildarfélaga sinna á allra næstu dögum. En þið ættuð nú þegar að setja hring utan um 12. og 30. Október n.k. ........

Allt þetta erum við svo að melta ofan í hina áhugaverðu stefnumótun , sem að Hjörtur Smárason skilaði okkur á vordögum  og þið hafið vonandi öll kynnt ykkur á heimasíðunni okkar. Stefnumótun fyrir ferðaþjóustu á Norðurlandi vestra | Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (ssnv.is)  Hér höfum við verið að íhuga næstu skref en teljum ofangreinda þætti alla geta unnið vel saman með þessu og sjáum í augnablikinu fyrir okkur að ræða þetta í einu samhengi  á Haustdegi ferðaþjónustunnar um miðjan nóvember n.k..