Styrkir vor 2022

Atvinnuráðgjafar SSNV veita upplýsingar um styrki og styrkjamöguleika sem standa einstaklingum, fyrirtækjum og rannsóknaraðilum til boða. Á næstu mánuðum eru eftirfarandi sjóðir auglýstir:

  • Orkurannsóknarsjóður10. janúar
    Markmið sjóðsins er að veita styrki til námsmanna og rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga

  • Nýsköpunarsjóður námsmanna7. febrúar
    Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum. 

  • Hagnýt rannsóknarverkefni - 28. febrúar
    Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.

  • Atvinnumál kvenna(auglýst í febrúar)
    Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, áætlanagerðar, þróunarkostnaðar og markaðssetningar.

  • Tækniþróunarsjóður – Fyrirtækjastykur/Markaðsstyrkur15. mars
    Hægt er að sækja um styrk vegna sérstaks markaðsátaks en einnig uppbyggingu innviða fyrirtækisins sem tengjast sókn á markaði.
  • Skattafrádráttur rannsókna og þróunarverkefna1. apríl
    Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti skv. lögum nr. 152/2009. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur, eða lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps, þá er frádrátturinn greiddur út.
  • Barnamenningarsjóður – 4. apríl
    Hlutverk Barnamenningarsjóðs er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.

  • Matvælasjóður
    • Auglýst síðar

Athygli skal vakin á því að listinn er ekki tæmandi skrá yfir alla styrki sem eru í boði. Ábendingar um fleiri sjóði skal senda á kolfinna@ssnv.is 

Mikilvægt er að vanda vel til verka þegar sótt er um styrki. Á vefnum Frumkvöðlar.is eru gefin góð ráð til að hafa í huga varðandi styrkumsóknir. Áttavitinn hefur einnig gefið út leiðarvísi um hvernig maður skal sækja um styrki, nánari upplýsingar hér.

Atvinnuráðgjafar SSNV aðstoða umsækjendur við umsóknir og veita ráðgjöf. Nánari upplýsingar er að finna hér.