7. Haustþing 2023

7. haustþing SSNV haldið í Húnaþingi vestra 12. október 2023.

Þingið var vel sótt. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, Arnar Þór Sævarsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis og kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra voru meðal gesta. 

Vönduð og fjölbreytt erindi fyrirlesara á þinginu vörpuðu skýru ljósi á hin ýmsu tækifæri sem svæðið á inni og gáfu innsýn í hin ýmsu verkefni sem þegar eru í vinnslu, með nýsköpun, nýjar fjárfestingar og umhverfismál að leiðarljósi. 

Mikil umræða skapaðist um fækkun opinberra stöðugilda á Norðurlandi vestra en samkvæmt nýrri skýrslu á vegum Byggðastofnunar hefur stöðugildum fækkað um 11 á svæðinu. Þingið sendi frá sér ályktun þar sem þingið skorar á ríkisstjórn Íslands að standa við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna þar sem m.a. er lögð áhersla á markmið um hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni, að fleiri störf hjá ríkinu verði óstaðbundin til að styðja við byggðaþróun, og að hagrænum hvötum verði beitt í byggðaþróun s.s. í gegnum Menntasjóð námsmanna. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Stefán Vagn 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis fjölluðu einnig um í sínum ræðum að opinber störf þurfi að vera staðbundin eigi þau að styðja við byggðaþróun á landsbyggðinni. Aðrar umræður og afgreiðslur gengu vel, meðal þeirra voru fjárhags- og starfsáætlun samtakanna fyrir árið 2024.

Að þingi loknu var svo skrifað undir viljayfirlýsingu um nýtingu glatvarma í Húnabyggð

 

Hér fyrir neðan má nálgast ýmis skjöl þingsins:  

 

Dagskrá  

Ávarp formanns

Fjárhagsáætlun 2024

Starfsáætlun SSNV 2024

Ályktun 7. haustþings SSNV 2023

Þinggjörð

 

Erindi:

Virkjum hugvit, tækni og stafræna þróun - Álfhildur Leifsdóttir

Valdefling ungs fólks á Norðurlandi vestra - Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir