Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2024

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2024: 

  • Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir 

  • Verkefnastyrkir á menningarsviði 

  • Stofn- og rekstrarstyrkir á menningarsviði 

 

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 miðvikudaginn 1. nóv. nk. Hér er hægt að sækja um.

 

Á heimasíðu SSNV er að finna úthlutunarreglur, matsblað og ýmsar leiðbeiningar við gerð umsókna. 

Góð umsókn eykur möguleika umsækjenda á að fá styrk úr sjóðum svo mikilvægt er að vanda vel til verka.  

Starfsmenn SSNV eru ætíð reiðubúnir til aðstoðar.  

Starfsmenn SSNV eru með viðtalstíma þar sem boðið er upp á einstaklingsaðstoð við gerð umsókna, veittar upplýsingar um styrkmöguleika, auk almennrar aðstoðar í tengslum við atvinnu- og menningarstarfsemi. 

Upplýsingar um ráðgjafa SSNV má finna hér