Rafrænn kynningarfundur um Uppbygginarsjóð Norðurlands vestra

Rafrænn kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra verður haldinn á ZOOM í hádeginu mánudaginn 9. október. Hér er hægt að skrá sig.

Á fundinum verður farið yfir áherslur á matsblaði sem umsóknir eru metnar út frá, hvað góð umsókn þurfi að innihalda svo að hún komist áfram í frekara stigamat. Sömuleiðis verður farið yfir hvernig góð umsókn fær hátt skor í stigamati því umsóknir Uppbyggingarsjóðsins eru teknar til afgreiðslu eftir stigamati; sú umsókn sem fær hæsta stigamatið er tekin til afgreiðslu fyrst. 

 

Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur á facebook/heimasíðu samtakanna eftir á.