Rafrænn kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

Rafrænn kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra var haldinn í hádeginu fimmtudaginn 13. október. Hægt er að nálgast upptöku af fundinum hér.

Á fundinum var farið yfir áherslur á matsblaði sem umsóknir eru metnar út frá, hvað góð umsókn þarf að innihalda svo að hún komist áfram í frekara stigamat. Sömuleiðis var farið yfir hvernig góð umsókn fær hátt skor í stigamati því umsóknir Uppbyggingarsjóðsins eru teknar til afgreiðslu eftir stigamati; sú umsókn sem fær hæsta stigamatið er tekin til afgreiðslu fyrst. Sé allt styrkhæft í umsókn fær umsókn fullan styrk. 

Þá var farið yfir styrkhæfan og óstyrkhæfan kostnað. Að lokum var tæpt á vanskilum verkefna.

 

Umsækjendur eru hvattir til að vera í sambandi við ráðgjafa og fá yfirlestur. Þannig er hægt að koma með ábendingar ef það er eitthvað sem betur má fara.

Í komandi viku verða ráðgjafar með vinnustofur á svæðinu en nauðsynlegt er að skrá sig svo að viðkomandi ráðgjafi verið á svæðinu.

Vinnustofur/viðtalstímar verða sem hér segir:

Mánudagur 17. okt

Kl. 13-16 skrifstofa SSNV, Hvammstanga

 

Miðvikudagur 19. okt

Kl. 10-12 Hótel Varmahlíð

Kl. 10-12 Vesturfarasetrið. Hofsósi

Kl. 13-16 Skrifstofa SSNV, Sauðárkróki

 

Fimmtudagur 20. okt

kl. 10-12 skrifstofa SSNV, Skagaströnd

Kl. 13-16 Kvennaskólinn, Blönduósi

 

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofur hér. Ef tímasetning hentar ekki er einnig hægt að bóka tíma með ráðgjafa á öðrum tíma til að fá aðstoð. Upplýsingar um ráðgjafa SSNV má finna hér.