Ræsing á Norðurlandi vestra

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi vestra efndu til samkeppni, Ræsingu, um góðar viðskiptahugmyndir, þar sem einstaklingum, hópum og fyrirtækjum var boðið að sækja um þátttöku í verkefninu.

Þátttakendur fá 10-12 vikur til að vinna viðskiptaáætlun fyrir verkefnin sín en á þeim tíma fá aðstandendur verkefnanna fræðslu og  mikinn stuðning verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar auk fleirum við gerð viðskiptaáætlunarinnar og hugsanlega við vöruþróun og frumgerðasmíði.

Þrjár milljónir eru settar í þróunarpott til að standa straum af verðlaunum og hugsanlegum kostnaði við gerð viðskiptaáætlananna.  Sigurvegari hlýtur allt að 1 milljón í verðlaun.  Einungis verkefni með heildstæða viðskiptaáætlun fara fyrir dómnefnd og eiga kost á verðlaunum. Dómnefnd getur úrskurðað að engin viðskiptaáætlun hljóti fyrsta sætið eða að deila eigi fyrstu verðlaunum með fleiri þátttakendum.

Nú þegar verkefnið hálfnað eru 8 verkefni í gangi í Skagafirði og 12 í Húnavatnssýslum.