Ljós til láns

Góðar vörumyndir geta skipt sköpum þegar vara er seld á netinu. Þar skiptir lýsing höfuðmáli.

SSNV býður þeim sem eru með vefverslanir á starfssvæði samtakanna Neewer ljós til láns. Ljósið hentar vel þegar teknar eru vörumyndir á vefsíður. Myndavél eða sími er fest inn í hringinn í þar til gerða festingu og myndin því tekin í gegnum hringinn. Með hringnum kemur hlíf sem dempar ljósið ef þess er þörf.

Hafið samband á netfangið ssnv@ssnv.is til að fá upplýsingar hvernig á að bera sig að við að fá ljósið lánað.