Fundargerð 96. fundar stjórnar SSNV, 8. ágúst 2023.

PDF útgáfa hér

Fundargerð 96. fundar stjórnar SSNV, 8. ágúst 2023.

Þriðjudaginn 8. ágúst 2023 kom stjórn SSNV saman til fundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 09.30. Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Einar E. Einarsson, Vignir Sveinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

 Dagskrá:

  1. Magnús Barðdal starfsmaður SSNV kynnir verkefni.
  2. Námsferð SSNV fyrir sveitarstjórnarfólk – framhald.
  3. Haustþing SSNV.
  4. Starfsmannamál.
  5. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
  6. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Afgreiðslur:

1. Magnús Barðdal starfsmaður SSNV kynnir verkefni.

Magnús Barðdal kynnir verkefni fyrir stjórn SSNV sem eru í vinnslu í tengslum við atvinnuþróun á Norðurlandi vestra og nýsköpun á svæðinu. Stjórn þakkar fróðlega samantekt og Magnús víkur af fundi.

2.  Námsferð SSNV fyrir sveitarstjórnarfólk – framhald.

Farið var yfir skipulag ferðar og aðkomu SSNV.

3. Haustþing SSNV.

Endurskoða þufti skipulag Haustþings í samræmi við starfsáætlun SSNV og haustfrí skóla á svæðinu. Í starfsáætlun sem samþykkt var á 6. haustþingi SSNV sem haldið Í Árgarði 21. október 2022 sl. kemur fram að Haustþing 2023 skuli haldið fimmtudaginn 19. október og var það áður en skóladagatal kom út og vetrarfrí. Stjórn samþykkir að færa Haustþing aftur um viku. Ný dagsetning þings, samþykkt af stjórn SSNV er 12. október 2023.

4. Starfsmannamál.

Ný ráðning er framundan í teymi SSNV. Fyrirkomulag ráðningar var rætt og yfirfarið. Framkvæmdastjóra er falið að annast ráðningu.

 

5. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Stjórn SSH, 19. júlí 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 3. júlí 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSV, 7. júní 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 7. júní 2023. Fundargerðin.  

Stjórn SASS, 30. júní 2023. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 2. júní 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 22. júní 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 15. júní 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 9. júní 2023. Fundargerðin.

 6. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Fréttir af starfseminni og staða verkefna. Skýrsla framkvæmdastjóra er flutt munnlega.

 

Fleira var ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:50

Guðmundur Haukur Jakobsson,

Einar E. Einarsson,

Vignir Sveinsson,

Friðrik Már Sigurðsson,

Jóhanna Ey Harðardóttir,

Katrín M. Guðjónsdóttir.