Fundargerð stjórnar 02.03.2016

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi

 

Fundargerð 4. Ár 2016.

Miðvikudaginn 02. mars kom stjórn SSNV saman til fundar á Blönduósi og hófst fundurinn kl. 09:30. 

Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Adolf H. Berndsen formaður setti fundinn og stjórnaði honum.                                                                                                                                                                                                                                                                                       

Dagskrá:

 1. Fundargerðir stjórnar SSNV dags. 01. febrúar og 08. febrúar 2016
 2. Almenningssamgöngur  - samkomulag við Eyþing
 3. Markaðsátak - Áhersluverkefni
 4. Drög að samningi ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra
 5. Drög að samningi við Markaðsstofu Norðurlands
 6. Fundargerðir Fjórðungsambands Vestfirðinga, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi og  Stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál
 7. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi
 8. Skýrsla framkvæmdastjóra   
 9. Önnur mál

 Afgreiðslur: 

 1. Fundargerð funda dags. 1. febrúar og 8. febrúar 2016

 Fundargerðir stjórnar SSNV frá 1. febrúar og 8. febrúar 2016 staðfestar. 

 1. Almenningssamgöngur

Drög að samkomulagi milli Eyþings og SSV (fyrir hönd SSV, SSNV og FV) vegna uppgjörs og reksturs leiðar 57 vegna áranna 2014 - 2015 liggur fyrir fundinum. 

Framkvæmdstjóra falið að gefa SSV umboð til að undirrita samkomulagið. 

 1. Markaðsátak – Áhersluverkefni

Í fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir fjármunum til markaðs- og kynningarmála. Jafnframt er unnið að verkefni í tengslum við sóknaráætlun Norðurlands vestra sem hefur það markmið að aðstoða frumkvöðla og sprotafyrirtæki með markaðsmál.

Stjórn hefur undanfarið skoðað leiðir sem miða að því að þeir fjármunir sem ákveðið hefur verið að  nýta til þessara tveggja verkefna nýtist sem best. Telur stjórn að töluverð samlegð sé í því að sami aðilinn leiði bæði verkefnin. 

Stjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra og formanni stjórnar að ganga til samninga við Magnús Bjarna Baldursson um að hann taki að sér að leiða þessi tvö verkefni með ráðningarsamningi til eins árs. Stjórn samþykkir að starfsstöð hans verði á Blönduósi. 

 1. Drög að samningi við ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra

Fyrir fundinum liggja drög að samningi við ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra. Ferðamálafélögin og SSNV hafa verið í samstarfi s.l. 2 ár, sem m.a. felur í sér að starfsmaður var ráðinn til að sinna aðilum í ferðaþjónustu. Ferðamálafélögin óskuðu eftir framlengingu á þeim samningi. Aðildarsveitarfélög SSNV hafa lagt til kr. 500 á hvern íbúa á ári til verkefnisins og hefur það framlag runnið til Markaðsstofu Norðurlands, samkvæmt samningi SSNV við ferðamálafélögin annarsvegar og samningi SSNV við Markaðsstofu Norðurlands hinsvegar, sbr. næsta lið í fundargerð. 

Stjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi við ferðamálafélögin til tveggja ára í samræmi við fyrirliggjandi drög. Jafnframt er þeim falið að framlengja ráðningarsamning við atvinnuráðgjafa í ferðaþjónustu, til sama tíma. 

 1. Drög að samningi við Markaðsstofu Norðurlands 

Fyrir fundinum liggja drög að samningi við Markaðsstofu Norðurlands. Samningur hefur verið í gildi milli aðila m.a. í tengslum við samning við ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra. Markmið samningsins er að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi vestra. 

Stjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi við Markaðsstofu Norðurlands í samræmi við fyrirliggjandi drög. 

 1.  Fundargerðir Fjórðungsambands Vestfirðinga, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi og  Stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál

Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) dags. 15. jan. 2016 og 15. feb. 2016

Samtök sveitarfélaga á Austurlandi dags. 16. feb. 2016     

Stýrihópur stjórnarráðsins um byggðamál, 22., fundur. dags 16. feb. 2016 

Lagt fram til kynningar. Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga um einstaka liði fundargerðar FV og Stýrihóps stjórnarráðsins. 

 1. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi SSNV til umsagnar tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi, 150. mál. 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi SSNV til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál. 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi SSNV til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál. 

Samþykkt að SSNV veiti ekki umsögn um ofangreind mál. 

 1. Skýrsla framkvæmdastjóra

 Framkvæmdastjóri fór  yfir störf sín fram til þessa og áherslur næstu vikna. Jafnframt lagði hann fram bráðabirgðayfirlit yfir rekstur ársins 2016. 

 •      9. Önnur mál

Engin mál rædd undir þessum lið.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:30.

 

Adolf H. Berndsen (sign.)

Unnur V. Hilmarsdóttir (sign.)

Valgarður Hilmarsson (sign.)

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

Björn Líndal Traustason (sign.)