Viðaukasamningur við Sóknaráætlun Norðurlands vestra undirritaður

Rafræn undurritun á Hvammstanga og í Reykjavík.
Rafræn undurritun á Hvammstanga og í Reykjavík.

Í fjáraukalögum sem samþykkt voru þann 30. mars sl. var ákveðið að veita viðbótarfjármagni til sóknaráætlana landshlutanna til að sporna við áhrifum Covid-19 á landsbyggðinni. Samtals fjárhæð þess stuðnings var 200 milljónir og komu 26 milljónir í hlut Norðurlands vestra. Á fundi sínum þann 7. apríl ákvað stjórn SSNV að verja allt að 50 milljónum á næstu mánuðum í átaksverkefni til eflingar atvinnu- og menningarlífs á Norðurlandi vestra. Auglýst var eftir hugmyndum að verkefnum og bárust alls 90 tillögur. Stjórn tók afstöðu til innsendra tillagna á fundi sínum þann 12. maí og var ákveðið að styrkja 14 verkefni í 3 flokkum, verkefni til eflingar ferðaþjónustu, verkefni sem tengjast atvinnuþróun- og nýsköpun og mennta og menningarverkefni. Nánar um verkefnin.

 

Í dag var svo undirritaður viðaukasamningur við Sóknaráætlun Norðurlands vestra um þann viðbótarstuðning sem framangreind verkefni byggja á, þ.e. þær 26 milljónir sem frá ríkinu koma. Voru það Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Unnur Valborg Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri SSNV sem undirrituðu samninginn. Var hann undirritaður með rafrænum hætti í þetta skiptið. Handabandið sem gjarnan fylgir samningum bíður betri tíma í ljósi aðstæðna.

 

Gengið hefur verið frá samningum um vel flest þeirra verkefna sem skilgreind voru og vinna við þau þegar hafin. Sá skammi tími sem leið frá því að ríkisstjórn ákvað að veita viðbótar fjármagni inn í sóknaráætlun landshlutans og þar til verkefni hófust sýnir hversu öflugur og skilvirkur farvegur áætlanirnar eru. Þar skiptir hin mikla þátttaka íbúa svæðisins með innsendum hugmyndum miklu máli og er vert að þakka fyrir góð viðbrögð.