Úrgangsmál á Norðurlandi - Staða og framtíð

Miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl 13.00-16.30 var blásið til vefráðstefnu um úrgangsmál í breiðum skilningi. Ráðstefnan var lokahnykkurinn á störfum starfshóps Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem hafði til skoðunar framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi. Í vinnu hópsins var fjallað um úrgangsmál svæðiðsins og m.a. greindir úrgangsstraumar og tækifæri til að ná auknum árangri og hagræðingu í þessum viðamikla málaflokki. Á ráðstefnunni voru haldin fjölmörg áhugaverð erindi, m.a. um niðurstöður greiningar á úrgangsmálum á Norðurlandi, útflutning á sorpi, afsetningu lífræns úrgangs, úrgangsstjórnun hjá fyrirtækjum, líforkuver, smartvæðingu sorps, hringrásarhagkerfið, sjónarhorn sveitarfélags og fyrirtækis sem hafa náð árangri í úrgangsmálum o. fl. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra opnaði ráðstefnuna.

 

Hægt er að nálgast erindi ráðstefnunnar ásamt upptöku af ráðstefnunni á heimasíðu SSNV.