Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra

Frestur til að sækja um í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2022 rann út 12. nóvember síðastliðinn. Þátttaka var góð og bárust alls 115 umsóknir í sjóðinn þar sem óskað var eftir 198 milljónum króna en til úthlutunar úr sjoðnum eru rúmar 70 milljónir króna.  

Úthlutunarnefnd sjóðsins hefur lokið yfirferð umsókna og svör bárust umsækjendum fyrir jól. Ljóst er að engin úthlutunarhátíð verður haldin vegna ástandsins í þjóðfélaginu en stefnt er að því að birta lista yfir styrkþega, upplýsingar um verkefnin og úthlutunina í upphafi nýs árs.