Umsóknarfrestur í Matvælasjóð framlengdur til miðnættis þann 27. apríl

Vegna nýs umsóknarkerfis hjá Matvælasjóð hefur umsóknarfresturinn verið framlengdur um sólarhring eða til miðnættis á morgun, miðvikudaginnn 27. apríl.

Hlutverk sjóðsins að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu.

Áhersla sjóðsins er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu og hliðarafurða um land allt. Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. 

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér heimasíðu sjóðsins, www.matvælasjóður.is en þar má finna handbók Matvælasjóðs, upplýsingar um umsóknir og allar nánari upplýsingar um sjóðinn.

Hægt er að hafa samband við Ólöfu, olof@ssnv.is fyrir ráðgjöf eða aðstoð við styrktarumsóknarskrif.