Tourbit - evrópskt samstarfsverkefni með íslenska Ferðaklasanum

Á komandi ári mun SSNV ásamt Ferðaklasanum taka þátt í evrópsku verkefni undir heitinu Tourbit. Ferðaklasinn verður fulltrúi Íslands í verkefninu en alls eru þátttakendur frá sjö öðrum löndum.
 

  • Iceland Tourism Cluster - Iceland
  • Agencia Catalana de Turisme frá Spáni
  • Cambra Oficial de Comerc Industria I Navegacio de Barcelona frá Spáni
  • Paris Et Compagnie frá Frakklandi
  • Arctur Racunalniski Inzenring DOO frá Slóveníu
  • Agence Bruxelloise Pour L´accompagnement de l´entreprise frá Belgíu
  • Lapin Ammattikorkeakoulu Oy frá Finnlandi
  • NEST Centro de Inovatio do Turismo frá Portúgal


Tourbit miðar að því að stuðla að seiglu og samkeppnishæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja í ferðaþjónustu, efla hæfni þegar kemur að nýsköpun ásamt því að hvetja til hraðari stafrænni umbreytinga ferðaþjónustu fyrirtækja í Evrópu. Til að ná þessum markmiðum er verkefninu ætlað að stuðla að evrópsku samstarfi sem Ísland er aðili að. 

Vonir standa til að verkefnið verði til þess að lítil og meðalstór fyrirtæki verði betur í stakk búin til að hefja stafræna umbreytingu sína, með dýpri skilning á styrkleikum og veikleikum sínum.

Rúmlega 400 lítil og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki koma til með að fá sjálfsmatsform í hendur til að efla stafræna hæfni og nýsköpun ásamt því munu 100 fyriræki verða boðið upp á sérstakt námskeið í innleiðingu á stafrænni hæfni ásamt styrkjum. Nánari útfærslur fyrir íslenska hluta Tourbit verður auglýst síðar.