Styrkjum úthlutað úr atvinnumálum kvenna - Verkefni á Norðurlandi vestra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur úthlutað styrkjum til atvinnumála kvenna og fengu 42 verkefni styrki samtals að fjárhæð 40.000.000 kr. Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað frá árinu 1991 og eru þeir ætlaðir frumkvöðlakonum eða fyrirtækjum í þeirra eigu. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í meirihlutaeigu kvenna, stjórnað af þeim og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.

Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum. Unnt er að sækja um styrki vegna vinnu við gerð viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar, hönnunar og vegna launakostnaðar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar.

Á Norðurlandi vestra hlutu 4 verkefni brautargengi. 

Greta Clough, Húnaþingi vestra, hlaut styrk að upphæð 1.500.000 í verkefnið "Prófsteinn" en styrkur er veittur vegna Kvikunar, klippingar og tónlistar.

Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Húnaþingi vestra, hlaut styrk að upphæð 1.000.000 í verkefnið "Hólakot hundahótel og þjálfun", styrkur er veittur vegna launakostnaðar.

Margrét Eva Ásgeirsdóttir, Skagafirði, hlaut styrk að upphæð 600.000 í verkefnið "Snyrtivörur úr íslenskri ull", styrkur er veittur í gerð viðskiptaáætlunar.

Vala Stefánsdóttir, Skagafirði, hlaut styrk að upphæð 600.000 í verkefnið "Svepparækt og kaffibrennsla", styrkur er veittur í gerð viðskiptaáætlunar.

 

SSNV óskar styrkþegum til hamingju með góðan árangur.

Ráðgjafar SSNV eru til aðstoðar fyrir frumkvöðla á Norðurlandi vestra, þeim að kostnaðarlausu.

 

Lista yfir öll þau verkefni sem hlutu styrk má finna  hér