Styrkir til tónleikahalds í Hörpu

Styrktarsjóður Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns auglýsir eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds í Hörpu árið 2022. Veittir verða styrkir til tónlistarmanna og/eða tónlistarhópa.

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að eflingu íslensks tónlistarlífs með því að veita tónlistarfólki styrki til tónleikahalds í tónlistarhúsinu Hörpu.

  • Styrktarsjóður SUT og Ruthar Hermanns hefur það að markmiði að gefa tónlistarfólki tækifæri til að koma fram í Hörpu.
  • Sjóðurinn styrkir verkefni af öllum gerðum og stuðlar þannig að fjölbreyttu tónlistarlífi í Hörpu.

 

Sérstök áhersla er lögð á að styrkja ungt og framúrskarandi tónlistarfólk. 

 

Við mat umsókna leggur sjóðurinn áherslu á:

  • að verkefnið nýti þá möguleika sem Harpa býður upp á
  • að verkefnið sé vandað og metnaðarfullt

Umsækjandi ber fjárhagslega ábyrgð á verkefninu og er heimilt að sækja um aðra styrki. Umsókninni skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, fjárhagsáætlun svo og upplýsingum um skipuleggjendur og flytjendur. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að kalla eftir nánari upplýsingum frá umsækjendum ef þörf krefur. Umsækjandi ber ábyrgð á því að fullnægjandi leyfi séu fyrir framkvæmd verkefnis, s.s. greiðslu STEF-gjalda og öðrum þáttum verkefnis ef þarf.

 

Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og rafræn umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu sjóðsins.

Úthlutun úr sjóðnum verður í desember.