Styrkir til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Veittir hafa verið styrkir úr stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða (liður C1 á byggðaáætlun). Tvö verkefni á Norðurlandi vestra hljóta styrk á árinu 2021:

 

Hitaveita í Hrútafirði, mat á jarðhitasvæði og hugsanleg stækkun hitaveitu. Styrkfjárhæð 7.200.000,-

Sól í sveit – tóvinna, textíll og ferðamenn. Uppbygging textíltúrisma á Húnavöllum. Styrkfjárhæð 6.000.000,-

 

Verkefni um uppbyggingu innviða í tengslum við gagnaverssvæði á Blönduósi er jafnframt styrkt af þessum lið byggðaáætlunar skv. samningi frá árinu 2018 og hlýtur árið 2021 styrk upp á 25.000.000,-.

 

Nánari upplýsingar um lið C1, sértæk verkfni sóknaráætlunarsvæða, á byggðaáætlun er að finna hér.