Styrkir til atvinnumála kvenna

Boðað var til kynningarfundar um styrki til atvinnumála kvenna sem nú eru lausir til umsóknar fimmtudaginn 11. febrúar. 

 
Að fundinum stóðu Vinnumálastofnun, landshlutasamtök og atvinnuþróunarfélög landshluta en umsóknarfrestur er til 1. mars n.k. Að þessu sinni eru frumkvöðlakonur á landsbyggðinni og konur í atvinnuleit hvattar til þess að sækja um.
 
Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum:
  • Verkefnið sé í meirihluta eigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu.
  • Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.
  • Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar.
  • Viðskiptahugmynd sé vel útfærð.

Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar (600.000), ásamt styrkjum til markaðssetningar og vöruþróunar að hámarki 4.000.000. Styrkir eru veittir fyrir helmingi af heildarkostnaði verkefna. Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.

Við hvetjum umsækjendur til að nýta sér aðstoð atvinnuráðgjafa við umsóknarskrif í gegnum netfangið kolfinna@ssnv.is