Stórbætt aðstaða á skíðasvæðinu Tindastóli

Á dögunum var ný skíðalyfta tekin í notkun á skíðasvæðinu í Tindastóli. Um er að ræða lyftu sem keypt var haustið 2017. Tekur hún við þar sem eldri lyftu sleppir. Hún er um 1000 metrar að lengd og endar á Toppi Tindastóls þar sem útsýnið til allra átta er stórfenglegt. Með nýju lyftunni gjörbreytist aðstaða til skíðaiðkunar á svæðinu. Unnt er að stunda mun fjölbreyttari útivist og möguleikar nýrra brauta margfaldast.

 

Verkefnið hlaut stuðning frá SSNV, sjá hér á heimasíðu SSNV.

 

Það er ástæða til að óska skíðaáhugafólki á Norðurlandi vestra til hamingju með þessa viðbót við skíðasvæðið Tindastóli og hvetja um leið alla til að fara á skíði.

 

Á myndinni má sjá hversu stórfenglegt útsýnið er á toppnum á góðum degi.