SSNV hlýtur styrk úr samfélagssjóði Landsvirkjunar

Í seinustu viku fengum við þær frábæru fréttir að hafa fengið úthlutað styrk fyrir tveimur viðburðum úr samfélagssjóði Landsvirkjunar þ.e. valdefling ungs fólks á Norðurlandi vestra og örráðstefna um umhverfismál.

Valdefling ungs fólks á Norðurlandi vestra

Áætlað er að halda ungmennaþing á Blönduósi í október þar sem ungu fólki á Norðurlandi vestra verður boðið að taka þátt. Markmið verkefnisins er að standa fyrir viðburði þar sem ungt fólk á aldrinum 15-18 ára tekur þátt í vinnustofu þar sem það hefur tækifæri til þess að ræða málefni sem brenna á því og koma sínum skoðunum á framfæri. Á vinnustofunni verður unga fólkið hvatt til skapandi hugsunar og nýsköpunar til að takast á við áskoranir sem tengjast umhverfismálum og sjálfbærri framtíð í landshlutanum. Markmiðið er að valdefla ungt fólk í landshlutanum og efla tengslanet þess.     

Örráðstefna um umhverfismál

Styrkur fékkst til þess að halda örráðstefnu um umhverfismál á Norðurlandi vestra seinni hluta ársins. Markmið verkefnisins er að efla þekkingu á sviði umhverfismála á Norðurlandi vestra og stuðla að auknu samtali milli ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í landshlutanum. Efla þekkingu stjórnenda á því hvernig hægt er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá rekstri og forðast grænþvott.

 

Hægt er að sjá meira um úthlutanir úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar hér.

 

Við þökkum Landsvirkjun kærlega fyrir stuðninginn og hlökkum til að standa fyrir þessum viðburðum.