Spennandi vinnustofa í dag í samstarfi við Íslandsstofu

Í dag verður haldin vinnustofa í Krúttinu á Blönduósi í samstarfi við Íslandsstofu. Þetta er spennandi tækifæri fyrir fyrirtæki og haghafa á svæðinu til að koma saman, fara í hugarflug og ræða framtíðina.

Dagskrá vinnustofunnar hefst kl. 12 og verður þátttakendum í vinnuhópa. Þau sem ekki hafa skráð sig geta gert það hér  Skráningarhlekkur

Þungamiðjan vinnunnar verður hópavinna ykkar þar sem við ræðum vaxtatækifæri landshlutans næstu 10 árin. 

  • Hvernig blasir framtíðin við varðandi fiskeldi og ferðaþjónustu?
  • Eru frekari tækifæri tengt hugviti og hringrásarhagkerfi?
  • Hvernig tengist sú umræða tækifærum tengdum gagnaverum?