Spennandi vetur framundan hjá FabLab á Sauðárkróki

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er smiðja á Sauðárkróki með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur frumkvöðlum tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. 

Framundan er spennandi vetur með ýmsum námskeiðum, opnu húsi alla miðvikudaga og Reddingarkaffi sem verðu kynnt síðar. Nánari upplýsingar eru á Facebook síðu FabLab Sauðárkróks. 

Hér að neðan má sjá kynningarmyndband á FabLab sem var tekið upp í tengslum við Nýsköpunarvikuna.