Orkusjóður, úthlutun styrkja 2021

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, samþykktu á dögunum tillögur stjórnar Orkusjóðs um verulega aukningu fjármagns til orkuskipta 2021. Samþykkt úthlutun úr sjóðnum er um 470 mkr., fjármögnuð sameiginlega af ANR og UAR ráðuneytum ásamt Orkusjóði.

Óskað var eftir umsóknum til hleðslustöðva við ferðamannastaði, líkt og áður hefur verið gert, en nýbreytni þetta árið að var að beina sjónum sérstaklega að framleiðslufyrirtækjum sem nota olíu og mætti minnka stórlega og jafnvel fjarlægja alveg með hagkvæmum hætti. Þannig er áætlað að yfir 5000 tonn koltvísýringsígilda (um 2 milljónir olíulítra) hverfi með þessum aðgerðum.

Önnur nýjung var stuðningur við rafknúnar vinnuvélar (t.d. gröfur, skotbómulyftara o.fl.) þar sem fjölbreytni er orðin mikil frá framleiðendum en innleiðing hérlendis skortir.

Lista yfir úthlutun styrkja má nálgast hér.