Ólöf Lovísa komin til starfa

Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir hefur hafið störf sem atvinnuráðgjafi á sviði nýsköpunar. Hún veitir ráðgjöf við gerð styrksumsókna, gerð viðskiptaáætlana, þróun hugmynda og allt það sem viðkemur nýsköpun.

 

Ólöf er til dæmis til þjónustu reiðubúin hvað varðar umsóknir í Matvælasjóð en skilafrestur í hann er til 26. apríl n.k. Við hvetjum fólk til að vera tímanlega í umsóknarskrifunum, góð og vönduð umsókn eykur líkur á styrk. Við minnum á að ráðgjöf atvinnuráðgjafa SSNV er án endurgjalds, í boði Byggðastofnunar og sveitarfélaganna á starfssvæðinu.

 

Netfang Ólafar er olof@ssnv.is og beint símanúmer 419-4554.