Nýr starfsmaður MN á Sauðárkróki

Auður Ingólfsdóttir hóf störf í síðustu viku hjá Markaðsstofu Norðurlands en hún var ráðin í starf verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar í sumar. Auður er með starfsstöð á skrifstofu SSNV á Sauðárkróki. Auður mun sinna Norðurlandi öllu, en í samstarfi við SSNV og SSNE var ákveðið að auglýsa eftir starfsmanni sem hefði starfsstöð á svæði SSNV.  Við bjóðum Auði hjartanlega velkomna.

Á mynd, frá hægri:  Auður Ingólfsdóttir, Viggó Jónsson stjórnarformaður MN, Magnús Barðdal verkefnastjóri hjá SSNV, Unnur Valborg framkvæmdastjóri SSNV, Kolfinna Kristínardóttir atvinnuráðgjafi hjá SSNV og Arnheiður, framkvæmdastjóri MN.

Á mynd, frá hægri:  Auður Ingólfsdóttir, Viggó Jónsson stjórnarformaður MN, Magnús Barðdal verkefnastjóri hjá SSNV, Unnur Valborg framkvæmdastjóri SSNV, Kolfinna Kristínardóttir atvinnuráðgjafi hjá SSNV og Arnheiður, framkvæmdastjóri MN.